„Þessar kotasæluvöfflur eru fullkomin næring í morgunmat eða í nestisboxið. Þessar rjúka út á mínu heimili,“ skrifar Helga Magga.
Kotasæluvöfflur
Hráefni - 12 stk
150 g kotasæla 3 dl
80 g haframjöl 2 dl
2 egg
1 tsk lyftiduft
1 msk husk (má sleppa)
200 ml léttmjólk
Aðferð:
Blandið innihaldsefnunum saman í blandara eða matvinnsluvél og bakið í vöfflujárni.
Ef deigið er of þykkt er gott að bæta örlítið meiri mjólk saman við deigið.
Þær eru mjög góðar með osti, skinku og grænmeti og einnig hægt að borða þær með sultu og rjóma.