Sigmundur segir fjölmenningastefnuna komna í þrot Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2024 13:30 Meðan ríkisstjórnin þjáist leikur Sigmundur Davíð á als oddi. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur verið gestur í hlaðvörpum undanfarna daga og fer mikinn. Enda virðist vindur í segl hans nú. Vandræðagangur ríkisstjórnarinnar í málefnum Yazans litla verða ekki til að draga úr því. Sigmundur Davíð var gestur í hlaðvarpi Þórarins Hjartarsonar Ein pæling og þar dró hann ekki af sér. Sagði vestræna menningu standa frammi fyrir hnignun. Auk þess ræddi hann hugmyndafræðilegar áskoranir samtímans, þar á meðal fjölmenningarstefnu og þau öfl sem hann segir grafa undan gildum Vestrænnar siðmenningar. Liggur fyrir að um þrotaða hugmyndafræði er að ræða Sigmundur Davíð fullyrðir að fjölmenningarstefna, eins og hún var kynnt á 10. áratug síðustu aldar, hafi reynst óraunhæf og sé löngu komin í þrot þó svo að aktívistar reyni að telja fólki í trú um annað. Hann vísar til yfirlýsinga leiðtoga á borð við Tony Blair, David Cameron og Angelu Merkel, sem hafi fyrir mörgum árum viðurkennt að stefnan gangi ekki upp. „Meira að segja þau hafa viðurkennt þetta og það fyrir allmörgum árum. Að þessi hugmynd sem að uppi var á 10. áratugnum með þessari svokölluðu fjölmenningu virkar ekki. Af því það brýtur niður samfélagssáttmálann, tilfinninguna að þú sért hluti af heild sem að passar upp á þig og þú passar upp á hina á móti. Fyrir utan það að þetta er í rauninni þversögn í sjálfu sér þetta hugtak. Menning er það sem er sérstakt, einstakt við ákveðna staði og svæði. Fjölmenning, einhver blanda af allskonar menningu, er ekki neitt,“ segir Sigmundur Davíð. Samkvæmt honum er lykilatriði að þeir sem flytjast til annarra landa aðlagi sig að þeim samfélögum sem þeir setjast að í. Hann bendir á Bandaríkin sem dæmi um árangursríkt samfélag þar sem nýbúar hafi þurft að aðlagast ríkjandi gildum, tungumáli og siðum. „Þar til nýverið voru Bandaríkin ekki fjölmenningarsamfélag. Þvert á móti var ætlast til þess að nýbúar aðlöguðust,“ segir Sigmundur Davíð. Hnignun vestrænnar menningar Í viðtalinu lýsir Sigmundur Davíð áhyggjum sínum af hnignun vestrænnar menningar, sem hann telur birtast í ýmsum myndum. Hann segir að sterk öfl séu víða sem grafi undan gildum vestrænnar siðmenningar, gildum sem hafi verið byggð upp með mikilli fyrirhöfn í gegnum aldirnar. Sigmundur Davíð á þingi og þjarmar að Bjarna sem virðist vera að sligast.vísir/vilhelm „Við lifum á hnignunarskeiði vestrænnar menningar,“ segir hann og bætir við að þessi hnignun birtist meðal annars í endurskrifun sögunnar þar sem megináhersla sé lögð á að gera lítið úr Vestrænni menningu. Og Sigmundur spyr: „Þegar samfélög missa trú á sjálfum sér og jafnvel grafa undan sjálfum sér, hverjir aðrir eiga þá að virða þau?“ Þó fáir þori að hafa á því orð skortir þjóðrækni Sigmundur Davíð gagnrýnir einnig það sem hann kallar „nýjan rétttrúnað“ í vestrænum samfélögum, þar á meðal aukna áherslu á hugmyndir tengdar kynvitund. Hann bendir á dæmi frá Írlandi þar sem kennari hafi verið handtekinn fyrir að neita að kenna hugmyndir um transgenderisma. „Þróunin í Bretlandi er óhugnanleg,“ segir Sigmundur og bendir á vaxandi fjölda námsleiða og samtaka sem, að hans mati, eru farin að fjalla um gremju og vandamál sem leiða til djúpstæðra klofninga í samfélaginu. Sigmundur Davíð telur að lausna liggja í aukinni þjóðrækni og samheldni, þar sem rík áhersla sé lögð á að nýbúar aðlagist samfélögum frekar en að samfélögin breyti sér til að mæta þörfum nýbúa. „Það þarf samheldið samfélag,“ segir Sigmundur og leggur áherslu á mikilvægi þess að varðveita menningu og siði hvers lands. En fáir þori hins vegar að hafa orð á því sem við blasi. Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Innflytjendamál Mál Yazans Fjölmenning Alþingi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Sigmundur Davíð var gestur í hlaðvarpi Þórarins Hjartarsonar Ein pæling og þar dró hann ekki af sér. Sagði vestræna menningu standa frammi fyrir hnignun. Auk þess ræddi hann hugmyndafræðilegar áskoranir samtímans, þar á meðal fjölmenningarstefnu og þau öfl sem hann segir grafa undan gildum Vestrænnar siðmenningar. Liggur fyrir að um þrotaða hugmyndafræði er að ræða Sigmundur Davíð fullyrðir að fjölmenningarstefna, eins og hún var kynnt á 10. áratug síðustu aldar, hafi reynst óraunhæf og sé löngu komin í þrot þó svo að aktívistar reyni að telja fólki í trú um annað. Hann vísar til yfirlýsinga leiðtoga á borð við Tony Blair, David Cameron og Angelu Merkel, sem hafi fyrir mörgum árum viðurkennt að stefnan gangi ekki upp. „Meira að segja þau hafa viðurkennt þetta og það fyrir allmörgum árum. Að þessi hugmynd sem að uppi var á 10. áratugnum með þessari svokölluðu fjölmenningu virkar ekki. Af því það brýtur niður samfélagssáttmálann, tilfinninguna að þú sért hluti af heild sem að passar upp á þig og þú passar upp á hina á móti. Fyrir utan það að þetta er í rauninni þversögn í sjálfu sér þetta hugtak. Menning er það sem er sérstakt, einstakt við ákveðna staði og svæði. Fjölmenning, einhver blanda af allskonar menningu, er ekki neitt,“ segir Sigmundur Davíð. Samkvæmt honum er lykilatriði að þeir sem flytjast til annarra landa aðlagi sig að þeim samfélögum sem þeir setjast að í. Hann bendir á Bandaríkin sem dæmi um árangursríkt samfélag þar sem nýbúar hafi þurft að aðlagast ríkjandi gildum, tungumáli og siðum. „Þar til nýverið voru Bandaríkin ekki fjölmenningarsamfélag. Þvert á móti var ætlast til þess að nýbúar aðlöguðust,“ segir Sigmundur Davíð. Hnignun vestrænnar menningar Í viðtalinu lýsir Sigmundur Davíð áhyggjum sínum af hnignun vestrænnar menningar, sem hann telur birtast í ýmsum myndum. Hann segir að sterk öfl séu víða sem grafi undan gildum vestrænnar siðmenningar, gildum sem hafi verið byggð upp með mikilli fyrirhöfn í gegnum aldirnar. Sigmundur Davíð á þingi og þjarmar að Bjarna sem virðist vera að sligast.vísir/vilhelm „Við lifum á hnignunarskeiði vestrænnar menningar,“ segir hann og bætir við að þessi hnignun birtist meðal annars í endurskrifun sögunnar þar sem megináhersla sé lögð á að gera lítið úr Vestrænni menningu. Og Sigmundur spyr: „Þegar samfélög missa trú á sjálfum sér og jafnvel grafa undan sjálfum sér, hverjir aðrir eiga þá að virða þau?“ Þó fáir þori að hafa á því orð skortir þjóðrækni Sigmundur Davíð gagnrýnir einnig það sem hann kallar „nýjan rétttrúnað“ í vestrænum samfélögum, þar á meðal aukna áherslu á hugmyndir tengdar kynvitund. Hann bendir á dæmi frá Írlandi þar sem kennari hafi verið handtekinn fyrir að neita að kenna hugmyndir um transgenderisma. „Þróunin í Bretlandi er óhugnanleg,“ segir Sigmundur og bendir á vaxandi fjölda námsleiða og samtaka sem, að hans mati, eru farin að fjalla um gremju og vandamál sem leiða til djúpstæðra klofninga í samfélaginu. Sigmundur Davíð telur að lausna liggja í aukinni þjóðrækni og samheldni, þar sem rík áhersla sé lögð á að nýbúar aðlagist samfélögum frekar en að samfélögin breyti sér til að mæta þörfum nýbúa. „Það þarf samheldið samfélag,“ segir Sigmundur og leggur áherslu á mikilvægi þess að varðveita menningu og siði hvers lands. En fáir þori hins vegar að hafa orð á því sem við blasi.
Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Innflytjendamál Mál Yazans Fjölmenning Alþingi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira