Ótryggðir bændur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2024 14:04 Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands var í heilmiklu stuði á fundinum með sunnlenskum bændum í Félagslundi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tryggingarvernd bænda er ofarlega í huga hjá stjórn Bændasamtaka Íslands, ekki síst vegna veðuráhlaupsins, sem varð í vor, sem hafði mikil fjárhagsleg áhrif á bændur og birgðir matvæla í landinu. Meira og minna allt tjón, sem bændur urðu fyrir var ótryggt. Stjórn Bændasamtaka Íslands og hluti starfsmanna samtakanna er á hringferð um landið þar sem haldnir hafa verið opnir fundir með bændum til að fara yfir stöðuna og framtíðina. Fundirnir hafa verið einstaklega vel sóttir en yfirskrift þeirra er, „Á grænu ljósi landbúnaðarins“. Á fyrsta fundinum, sem haldin var í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi var Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna tíðrætt um tryggingar og tryggingarvernd bænda. „Við þekkjum öll þetta veðuráhlaup, sem varð í vor og það sem voru kannski mestu vonbrigðin í því veðuráhlaup að svo kom aldrei almennilegt sumar þegar óveðrinu lauk og í sjálfum sér var hvergi almennilegt sumar á Íslandi nú 2024. Þetta hefur alveg haft sín áhrif, bæði á náttúrulega fjárhagslega áhættu og framleiðslu þeirra. Þetta hefur áhrif á birgðir matvæla í landinu.“ Og Trausti hélt áfram. „Þarna erum við náttúrulega í þeirri stöðu að meira og minna allt þetta tjón, sem bændur eru að verða fyrir er ótryggt. Það er ekki vegna þess að bændur vilja ekki tryggja það, það er vegna þess að það er ótryggjanlegt af því að kerfið í kringum það er ekki til,“ sagði Trausti. Mjög margir bændur mættu á fundinn í Félagslundi og var góð stemning á fundinum og fjölmargir bændur fóru í pontu og tóku til máls.Magnús Hlynur Hreiðarsson Trausti sagði að þarna þyrfti virkilega að taka til hendinni og finna leiðir og gera betur og þar lagði hann áherslu á að tryggingarvernd bænda ætti að vera partur af samtali vegna gerð nýs búvörusamnings. „Og það finnst mér mjög mikilvægt að þessi hugsun sé komin inn til okkar viðsemjenda og svo er það okkar að undirbúa okkur vel og vera tilbúnir með leiðirnar að því hvernig er skynsamlegast að koma á tryggingarvernd fyrir landbúnaðinn,“ sagði Trausti á fundinum í Félagslundi. Yfirskrift fundarherferðarinnar er „Á grænu ljósi landbúnaðarins“.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Stjórn Bændasamtaka Íslands og hluti starfsmanna samtakanna er á hringferð um landið þar sem haldnir hafa verið opnir fundir með bændum til að fara yfir stöðuna og framtíðina. Fundirnir hafa verið einstaklega vel sóttir en yfirskrift þeirra er, „Á grænu ljósi landbúnaðarins“. Á fyrsta fundinum, sem haldin var í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi var Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna tíðrætt um tryggingar og tryggingarvernd bænda. „Við þekkjum öll þetta veðuráhlaup, sem varð í vor og það sem voru kannski mestu vonbrigðin í því veðuráhlaup að svo kom aldrei almennilegt sumar þegar óveðrinu lauk og í sjálfum sér var hvergi almennilegt sumar á Íslandi nú 2024. Þetta hefur alveg haft sín áhrif, bæði á náttúrulega fjárhagslega áhættu og framleiðslu þeirra. Þetta hefur áhrif á birgðir matvæla í landinu.“ Og Trausti hélt áfram. „Þarna erum við náttúrulega í þeirri stöðu að meira og minna allt þetta tjón, sem bændur eru að verða fyrir er ótryggt. Það er ekki vegna þess að bændur vilja ekki tryggja það, það er vegna þess að það er ótryggjanlegt af því að kerfið í kringum það er ekki til,“ sagði Trausti. Mjög margir bændur mættu á fundinn í Félagslundi og var góð stemning á fundinum og fjölmargir bændur fóru í pontu og tóku til máls.Magnús Hlynur Hreiðarsson Trausti sagði að þarna þyrfti virkilega að taka til hendinni og finna leiðir og gera betur og þar lagði hann áherslu á að tryggingarvernd bænda ætti að vera partur af samtali vegna gerð nýs búvörusamnings. „Og það finnst mér mjög mikilvægt að þessi hugsun sé komin inn til okkar viðsemjenda og svo er það okkar að undirbúa okkur vel og vera tilbúnir með leiðirnar að því hvernig er skynsamlegast að koma á tryggingarvernd fyrir landbúnaðinn,“ sagði Trausti á fundinum í Félagslundi. Yfirskrift fundarherferðarinnar er „Á grænu ljósi landbúnaðarins“.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira