Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Eftir tæplega tíu mánaða embættisferil sem einkenndist meðal annars af óheppilegum ummælum, umdeildum embættisfærslum og upplýsingastríði við Moggann hefur Guðmundur Ingi Kristinsson sagt af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir áramót og kveðst nú á batavegi. Innlent 9.1.2026 06:00
Ragnar Þór verður ráðherra Inga Sæland formaður Flokks fólksins tekur við af Guðmundi Inga Kristinssyni sem mennta- og barnamálaráðherra eftir afsögn Guðmundar. Þá verður Ragnar Þór Ingólfsson þingflokksformaður Flokks fólksins félags- og húsnæðismálaráðherra. Innlent 8.1.2026 18:57
Stefán vill verða varaformaður Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér til að gegna embætti varaformanns flokksins. Kosið verður um forystu flokksins á komandi flokksþingi Framsóknar í næsta mánuði. Innlent 7.1.2026 10:18
Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Þingmaður Samfylkingarinnar segir að boðað hafi verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis í fyrramálið til þess að fara yfir stöðuna í Venesúela og meta hvort ástæða sé til að hvetja til umræðu á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um loftárásir Bandaríkjanna í fyrrinótt. Utanríkisráðherra Íslands neitar að fordæma árásina. Erlent 4. janúar 2026 10:40
Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Alls eru 74 prósent hlynnt því að réttur barna til leikskólavistar verði lögfestur á Íslandi. 18 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og átta prósent eru andvíg. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Prósents en nýlega voru kynntar tillögur frá aðgerðahópi á vegum stjórnvalda í leikskólamálum. Innlent 2. janúar 2026 09:18
Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hvetur þjóðina til að vera áfram samstíga og að hafna svartagallsrausi um að íslenska leiðin sé ekki lengur fær og að hér þurfi að kúvenda högum og háttum. Hún segir ekkert vera fjær sanni. Innlent 1. janúar 2026 09:19
Fylgi stjórnarflokkanna dalar Miðflokkurinn mælist með tæplega 22 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en hann bætir rúmum tveimur prósentustigum við sig milli mánaða. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna fellur um fjögur prósentustig frá síðasta þjóðarpúlsi og mælist nú 47 prósent. Innlent 29. desember 2025 18:59
„Gamla góða Ísland, bara betra“ Formaður Miðflokksins segir velgengi flokksins í skoðanakönnun vera „pólitískri vakningu“ að þakka. Flokkurinn standi á þeirri gömlu miðju og berst fyrir gamla góða Íslandi, bara betra. Hann ræddi áherslumál Miðflokksins í Sprengisandi í morgun. Innlent 28. desember 2025 16:02
Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Formaður Stjórnarskrárfélagsins segir það fagnaðarefni að þingmaður stjórnarmeirihlutans hafi opnað á umræðu um breytingar á stjórnarskránni. Í núverandi stjórnarskrá séu ákvæði sem séu úrelt og hættuleg. Innlent 28. desember 2025 12:15
Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Eigi heilbrigðisstarfsmenn erfitt með að túlka ákvæði laga um þagnarskyldu með réttum hætti er tilefni til að skýra það frekar. Það er afstaða Landspítalans samkvæmt svörum. Einnig er það afstaða spítalans að vert sé að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum og að það eigi að vera samræmt þvert á alla heilbrigðisþjónustu. Innlent 25. desember 2025 12:00
Skiluðu hagnaði á kosningaári Framsóknarflokkurinn skilaði tæpum áttatíu milljón krónum í hagnað árið 2024. Ársreikningur þeirra fyrir árið hefur verið samþykktur og birtur á vef Ríkisendurskoðunar. Innlent 24. desember 2025 14:27
Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Flokkur fólksins þarf að leysa ráðherramál sín hratt og örugglega sé raunveruleg óvissa fyrir hendi um hverjir muni gegna ráðherraembætti til framtíðar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem telur ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa Þórsdóttir snúi aftur sem ráðherra. Innlent 23. desember 2025 19:26
Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Meðallaun stjórnenda í stjórnarráðinu síðustu fimm ár hafa hækkað mest hjá upplýsingafulltrúum þar eða um þriðjung. Mesta hækkun hjá öðrum stjórnendum á tímabilinu er um fjórðung. Meðallaun ráðuneytisstjóra hafa hækkað um rúmlega 470 þúsund krónur á tímabilinu. Innlent 23. desember 2025 13:33
„Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir neytendur eiga heimtingu að niðurfelling opinberra gjalda á eldsneyti skili sér til þeirra að fullu. Ekki sé nóg að lækkun eigi sér stað heldur þurfi að skoða verðþróun í aðdraganda breytinganna sem og því sem gerist í kjölfarið. Neytendur 23. desember 2025 13:10
Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir það skekkja myndina á milli stjórnar og stjórnarandstöðu að ráðuneytin njóti aðstoðar ráðgjafafyrirtækja auk þess að vera með aðstoðarmenn, sérfræðinga og embættismannakerfið. Innlent 23. desember 2025 09:11
Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Fylgi Miðflokksins heldur áfram að aukast og eykst um tæp tvö prósentustig milli mánaða, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Flokkurinn mælist nú með 19,2 prósent. Innlent 22. desember 2025 18:30
Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Skólameistari Borgarholtsskóla hafði samband við utanríkisráðherra sama dag og tilkynnt var að staða hans yrði auglýst til umsóknar að loknum skipunartíma hans. Utanríkisráðherra upplýsti forsætisráðherra um vendingarnar. Þá fékk forsætisráðherra að vita að hugmyndir væru uppi um að fækka skólameisturum. Innlent 22. desember 2025 17:08
Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram til kynningar og umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um lagareldi ásamt drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði. Innlent 22. desember 2025 13:32
Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Svo virðist sem Guðmundur Ingi Kristinsson hafi ekki í hyggju að snúa aftur í mennta- og barnamálaráðuneytið, að minnsta kosti ekki í bráð. Því er nú rétti tíminn til að Ásthildur Lóa Þórsdóttir taki aftur við því. Skoðun 22. desember 2025 07:46
Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Atvinnuvegaráðuneytið hefur á þessu ári keypt ráðgjöf og þjónustu af samskipta- og almannatengslafyrirtækinu Athygli ehf. fyrir tæpar 3,5 milljónir króna, meðal annars í tengslum við breytingar á lögum um veiðigjald. Allt árið í fyrra greiddi sama ráðuneyti rúmar hundrað þúsund krónur fyrir þjónustu almannatengla, þá af fyrirtækinu Góðum samskiptum ehf. Innlent 22. desember 2025 06:47
Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, er farinn í tímabundið fæðingarorlof. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra, mun leysa Eyjólf af á meðan. Innlent 21. desember 2025 10:27
Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var mynduð á þessum degi fyrir réttu ári. Það var gleðidagur, eins og alltaf þegar sól fer hækkandi. Í þetta sinn eftir sögulegar kosningar þar sem þjóðin valdi nýtt upphaf. Skoðun 21. desember 2025 07:31
Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Opinber framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast á þarnæsta ári gangi aðgerðaráætlun menningarráðherra eftir. Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða takmörkuð og stofnunin þarf ekki lengur að reka tvær útvarpsstöðvar. Útvarpsstjóri segir að það muni ekki hafa nein áhrif á Rás 2. Innlent 19. desember 2025 20:15
Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Forstjóri Orkunnar segir að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin í kjölfar þess að frumvarp um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að lagabreytingin verði nýtt til að auka álögur. Neytendur 19. desember 2025 12:32