Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu?

„Þær nefndu ekki 71. greinina. En mér sýndist algjörlega augljóst að það sé í rauninni það sem þær eru að tala um,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, um ávarp Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og málflutning ráðherranna Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ingu Sæland á Alþingi í morgun.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á­form um að eyði­leggja Ís­land!

Ísland, landið okkar, er í stórhættu og við öll íbúar þess verðum að vita af því og verja það. Áskorun á Alþingi Íslands að banna nú þegar, með lögum, uppsetningu á vindorkuverum á og í kringum Ísland!

Skoðun
Fréttamynd

„For­sætis­ráð­herra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir áhugavert að hlusta á forsætisráðherra, sem hann segir búinn að koma Alþingi „fullkomlega í skurðinn,“ útskýra fyrir þinginu hvernig þetta hefur verið. „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið,“ sagði Guðlaugur ákveðinn.

Innlent
Fréttamynd

Sauð upp úr þegar Bryn­dís sagði Hildi fylgja vinnu­reglum

Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt.

Innlent
Fréttamynd

Rölt að botninum

Oft er það talið fólki til tekna að hafa gert manna mest af einhverju. Að hafa hlaupið hraðast, stokkið lengst, toppað aðra mælikvarða á mannlega frammistöðu. Að vera bestur er helvíti fínt.

Skoðun
Fréttamynd

Baráttan um kjör eldra fólks

Á árum áður helguðu margar konur líf sitt heimilisstörfum og uppeldi barna sinna af alúð og ástríðu, unnu kannski hluta úr degi utan heimilisins eða voru ekki á almennum vinnumarkaði yfir höfuð. Þegar þessar konur eru komnar á efri ár njóta þær lítilla sem engra lífeyrisréttinda. Samfélagið ætti hins vegar að umbuna þeim fyrir störf þeirra inni á heimilunum og tryggja efnahagslegt öryggi þeirra á efri árum. Raunveruleikinn hefur því miður verið allt annar. Margar þessara kvenna búa við fátækt.

Skoðun
Fréttamynd

Inga Sæ­land með galsa á þingi í nótt

Þórarinn Ingi Þórarinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gat varla haldið áfram með ræðu sína í þingi rétt um klukkan miðnætti í nótt vegna galsa í Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna

Alþingi hefur verið haldið í gíslingu í 147,35 klukkustundir — lengsta málþóf lýðveldissögunnar — þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins tefja atkvæðagreiðslu um einfalda og sjálfsagða leiðréttingu veiðigjalda. Þessi breyting myndi færa þjóðinni réttmætari hlut af sameiginlegri auðlind, en samt sem áður verja þessir sömu stjórnmálamenn áfram gjafastefnu gagnvart stórútgerðinni, sem hefur árum saman hagnast gríðarlega á kostnað almennings.

Skoðun
Fréttamynd

„Ís­lands­met í ó­vandaðri laga­setningu“

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir Íslandsmeti í óvandaðri lagasetningu en Íslandsmet í málþófi var slegið í annarri umræðu veiðigjaldafrumvarpsins í dag. Þingmaður Viðreisnar segir metið dapurlegt og vill að þingið standi með lýðræðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­lands­met slegið í málþófi

Ekkert mál hefur verið rætt eins lengi og veiðigjaldafrumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Málið hefur verið til umræðu í ríflega samtals 147 klukkustundir og hreppir fyrsta sætið af fyrri methafa, sem var þriðji orkupakkinn.

Innlent
Fréttamynd

Kúnstin að vera ó­sam­mála sjálfum sér

Úr ræðustól Alþingis heyrast oft og iðulega þessa dagana upphrópanir um 26 sveitarfélög. Gjarnan í þeim stíl að talað er í hástöfum um þessi TUTTUGU OG SEX SVEITARFÉLÖG. Þessu er svo gjarnan fylgt eftir með upptalning á téðum sveitarfélögum.

Skoðun
Fréttamynd

Leggur til þjóðar­at­kvæða­greiðslu um bókun 35

Bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 sem mögulega lausn á ágreiningi stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok. Hægt væri að kjósa um hana samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Innlent
Fréttamynd

„Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“

Forsætisráðherra heitir því að atkvæðagreiðsla um veiðigjaldafrumvarpið fari fram fyrir þinglok og að málinu verði ekki frestað fram á haust. Hún segir minnihlutann ekki einungis hafa haldið uppi málþófi í veiðigjaldamálinu og raunar hafi hann málþæft í málum þar sem stjórnarflokkar og stjórnarandstaða eru sammála. 

Innlent
Fréttamynd

Rembihnútur á þinginu en ör­þrifa­ráð ekki til um­ræðu

Frumvarp um veiðigjöld er eitt á dagskrá Alþingis í dag og búast má við löngum og miklum umræðum. Þingflokksformenn mættu til vikulegs fundar með forseta þingsins í morgun og enn eru þinglokasamningar ekki í höfn. Þingflokksformenn segja rembihnút kominn á viðræðurnar sem sigldu í strand um helgina.

Innlent