Enski boltinn

Ten Hag ró­legur þrátt fyrir full­komið kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erik ten Hag og aðstoðarmaður hans, Ruud van Nistelrooy, ræða við Casemiro.
Erik ten Hag og aðstoðarmaður hans, Ruud van Nistelrooy, ræða við Casemiro. getty/Visionhaus

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir 7-0 stórsigur liðsins á Barnsley í enska deildabikarnum í gær.

Marcus Rashford, Alejandro Garnacho og Christian Eriksen skoruðu tvö mörk hver fyrir United gegn C-deildarliði Barnsley og Antony eitt úr vítaspyrnu. Ten Hag var ánægður fyrir hönd sinna manna eftir leikinn.

„Ekki fyrir mig en fyrir liðið var þetta fullkomið kvöld. Ég held við höfum gert allt sem við ætluðum að gera. Hvernig við unnum, skoruðum frábær mörk, skemmtum stuðningsmönnunum, unnum í leikstíl okkar, við erum við glaðir,“ sagði Ten Hag en United hefur unnið báða leiki sína eftir landsleikjahléið, 10-0 samanlagt. Liðið tapaði hins vegar tveimur síðustu leikjum sínum fyrir það, meðal annars 0-3 fyrir Liverpool.

„Ég var ekki niðurbrotinn eftir Liverpool-leikinn og núna fagna ég ekki. Við erum á vegferð og við sjáum hvar við verðum í maí því þá verðum við að vera góðir og upp á okkar besta. Í millitíðinni þurfum við að taka skref fram á við.“

Næsti leikur United er gegn Crystal Palace á Selhurst Park á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×