Okkar eigið Ísland: Skelltu sér í slímuga laug Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. september 2024 13:38 Félagarnir höfðu lagt of mikið á sig til þess að komast að lauginni svo það var ekki annað í boði en að skella sér ofan í. Félagarnir Garpur I. Elísabetarson, Sigurður Karlsson og Leifur Runólfsson skella sér á Blátind í Morsárdal í nýjasta þættinum af Okkar eigið Ísland. Þá tókst þeim að finna dularfulla náttúrulaug að göngu lokinni sem enginn veit hvar er. Laugin reyndist hálfógeðsleg en það stöðvaði ekki göngugarpana. Fjórða þáttaröðin af ferðaþáttunum Okkar eigið Ísland er nú í sýningu á Vísi og Stöð 2+. Þar fara Garpur og félagar upp á helstu fjöll Íslands, óþekkt en líka þekkt fjöll sem eru í allra augsýn á hverjum degi. Aldrei labbað svo leiðinlegan kafla Þeir félagar hófu ferðalagið á að þvera Morsárdal á hjólum. Því næst tók við ganga upp á topp þar sem mikill snjór gerði þeim félögum erfitt fyrir og þá sérstaklega Garpi, bæði upp og niður toppinn. „Ég held ég hafi aldrei labbað á svo leiðinlegum kafla,“ segir Garpur meðal annars. Þeir komust þó að lokum upp á topp þar sem við blasti magnað útsýni til allra átta yfir Vatnajökulsöræfin. Garpur segir þá félaga hafa gert ráð fyrir að leiðin niður yrði skemmtilegri. „Að við gætum rúllað okkur niður brekkuna en það sem ég gerði ekki ráð fyrir er að ég er með svo stóran rass að ég rann ekkert niður, ég bara sökk oní. Strákarnir fóru fleygiferð en ég bara svona stoppaði einhvern veginn.“ Dularfulla laugin reyndist miður geðsleg Þeir félagar höfðu ákveðið að finna náttúrulaug sem þeir höfðu fengið veður af, skammt frá Blátindi. Lítið sem ekkert er vitað um laugina og þeir höfðu að lokum upp á henni með GPS hnitum. „Við höfðum ekki hugmynd um hvar hún var eða hversu stór hún var eða hversu heit hún var, við vissum ekki neitt. Það eru ekki til neinar myndir það eru ekki til neinar staðsetningar, það er ekki til neitt þannig við vissum ekkert hvað beið okkar.“ Þegar félagarnir fundu laugina loksins kom í ljós að í henni var lítið vatn, aðallega slím og sandur. Í þokkabót var hún ekkert sérlega hlý. „Ef við hefðum ekki beðið svona lengi eftir þessari laug þá hefðum við aldrei sest þarna oní. Hún var köld, lítil og skítug,“ segir Garpur sem segist ekki mæla með lauginni þó hann mæli heilshugar með Blátindi. Hér fyrir neðan má horfa á eldri þætti af Okkar eigið Ísland á sjónvarpsvef Vísis. Þeir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Okkar eigið Ísland Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Fjórða þáttaröðin af ferðaþáttunum Okkar eigið Ísland er nú í sýningu á Vísi og Stöð 2+. Þar fara Garpur og félagar upp á helstu fjöll Íslands, óþekkt en líka þekkt fjöll sem eru í allra augsýn á hverjum degi. Aldrei labbað svo leiðinlegan kafla Þeir félagar hófu ferðalagið á að þvera Morsárdal á hjólum. Því næst tók við ganga upp á topp þar sem mikill snjór gerði þeim félögum erfitt fyrir og þá sérstaklega Garpi, bæði upp og niður toppinn. „Ég held ég hafi aldrei labbað á svo leiðinlegum kafla,“ segir Garpur meðal annars. Þeir komust þó að lokum upp á topp þar sem við blasti magnað útsýni til allra átta yfir Vatnajökulsöræfin. Garpur segir þá félaga hafa gert ráð fyrir að leiðin niður yrði skemmtilegri. „Að við gætum rúllað okkur niður brekkuna en það sem ég gerði ekki ráð fyrir er að ég er með svo stóran rass að ég rann ekkert niður, ég bara sökk oní. Strákarnir fóru fleygiferð en ég bara svona stoppaði einhvern veginn.“ Dularfulla laugin reyndist miður geðsleg Þeir félagar höfðu ákveðið að finna náttúrulaug sem þeir höfðu fengið veður af, skammt frá Blátindi. Lítið sem ekkert er vitað um laugina og þeir höfðu að lokum upp á henni með GPS hnitum. „Við höfðum ekki hugmynd um hvar hún var eða hversu stór hún var eða hversu heit hún var, við vissum ekki neitt. Það eru ekki til neinar myndir það eru ekki til neinar staðsetningar, það er ekki til neitt þannig við vissum ekkert hvað beið okkar.“ Þegar félagarnir fundu laugina loksins kom í ljós að í henni var lítið vatn, aðallega slím og sandur. Í þokkabót var hún ekkert sérlega hlý. „Ef við hefðum ekki beðið svona lengi eftir þessari laug þá hefðum við aldrei sest þarna oní. Hún var köld, lítil og skítug,“ segir Garpur sem segist ekki mæla með lauginni þó hann mæli heilshugar með Blátindi. Hér fyrir neðan má horfa á eldri þætti af Okkar eigið Ísland á sjónvarpsvef Vísis. Þeir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Okkar eigið Ísland Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira