Lífið

Geggjað heima­til­búið „Twix“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jana er einn fremsti heiluskokkur landsins.
Jana er einn fremsti heiluskokkur landsins.

Hér má nálgast ljúffeng og holl „Twix“ stykki sem eru dásamleg blanda af stökkum kexgrunni, mjúkri karamellu og ríkulegu dökku súkkulað. Uppskriftin er úr smiðju heilsukokksins Jönu Steingrímsdóttur.

Heimagerð „Twix“ stykki

Kexbotn:

4 bollar möndlumjöl

1/4 bolli kókosolía, brædd

2 msk kollagen duft (valfrjálst)

1/2-3/4 bolli hlynsíróp eða önnur sæta

Smá salt

Aðferð:

Blandið öllum hráefnunum saman í skál eða matvinnsluvél.

Setjið bökunarpappír í form sem passar í frysti og þjappið deiginu vel ofan í formið.

Frystið á meðan karamellan er útbúin.

Karamella:

⅓ bolli hlynsíróp eða önnur sæta

2 msk kókosolía, brædd

½ bolli möndlusmjör

1 tsk vanilla

Smá salt

Aðferð:

Blandið hráefnunum saman í skál eða matvinnsluvél.

Takið formið með kexlaginu úr frysti og dreifið karamellunni yfir.

Súkkulaði:

120 g dökkt gæða súkkulaði

1 msk kókosolía, brædd

Aðferð:

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir karamellulagið. Frystið í nokkra klukkutíma.

Takið út úr frysti og skerið í hæfilega bita. 

Þessi hollu Twix stykki geymast vel í frysti í lokuðu íláti og eru fullkomin til að grípa í þegar manni langar í eitthvað sætt með kaffinu.

Fleiri uppskriftir eftir Jönu má nálgast á vefsíðu hennar jana.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.