Stigataflan tók nokkrum breytingum eftir leiki gærkvöldsins í 3. umferð Ljósleiðaradeildarinnar en að henni lokinni er Dusty aftur í efsta sætinu, Þór í öðru og Ármann í því þriðja.
Fjórða umferð byrjar þriðjudaginn 24. september þegar Venus og Höttur keppa annars vegar og Ármann og Veca hins vegar. Umferðinni lýkur síðan á fimmtudeginum með leikjum ÍA og Þórs, Dusty og Rafik og Kano og Sögu.
