Segir Arsenal sífellt betra en vill engar ásakanir um sálfræðistríð Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2024 14:31 Pep Guardiola er hrifinn af því sem Mikel Arteta, hans gamli aðstoðarmaður, er að gera hjá Arsenal. Getty/Julian Finney Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill ekki vera sakaður um neinn sálfræðihernað (e. mind games) en segir að Arsenal sé sífellt að verða betra lið undir stjórn Mikels Arteta. Liðin mætast í sannkölluðum stórleik í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. „Þeir verða betri með hverju árinu, og breiddin meiri. Þetta verður betra og betra á hverri leiktíð,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag, um Arsenal-liðið. Hann var spurður með hvaða hætti sérstaklega Arsenal, sem varð að horfa á eftir titlinum til City á síðustu leiktíð, væri að þróast í rétta átt: „Þið getið spurt hann [Mikel Arteta] því ef ég segi eitthvað þá verð ég sakaður um sálfræðihernað eða eitthvað þannig. Ég hef alltaf haft mikið álit á honum og hans liði. Bæði árin hafa þeir verið nálægt þessu en við höfum verið svo sterkir líka, og erum enn sterkir,“ sagði Guardiola sem var með Arteta sem aðstoðarmann á sínum tíma. Þegar Guardiola var bent á að hann kynni nú alveg sín tök á sálfræðistríði, til að trufla andstæðingana, þvertók hann fyrir það: „Nei, ég er ekki góður í því.“ De Bruyne mögulega með gegn Arsenal Spánverjinn sagði mögulegt að Kevin de Bruyne yrði með í stórleiknum, þrátt fyrir að hafa meiðst lítillega í nára í vikunni. „Honum líður aðeins betur í dag. Á morgun æfum við og sjáum til. Hann verður mögulega með,“ sagði Guardiola. „Þetta hafa alltaf verið jafnir leikir síðustu ár. Við erum góðir en þeir líka. Þeir gera margt vel og eru heilsteypt lið, og þess vegna hafa þeir verið okkar helstu keppinautar síðustu ár. En svona snemma á tímabilinu þá er ekkert meira undir en bara það hvernig stemningin verður næstu leiki. Hvað stigatöfluna varðar þá skiptir þetta ekki öllu máli. Það verður meira undir þegar við förum til London á seinni hluta tímabilsins,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Sjá meira
„Þeir verða betri með hverju árinu, og breiddin meiri. Þetta verður betra og betra á hverri leiktíð,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag, um Arsenal-liðið. Hann var spurður með hvaða hætti sérstaklega Arsenal, sem varð að horfa á eftir titlinum til City á síðustu leiktíð, væri að þróast í rétta átt: „Þið getið spurt hann [Mikel Arteta] því ef ég segi eitthvað þá verð ég sakaður um sálfræðihernað eða eitthvað þannig. Ég hef alltaf haft mikið álit á honum og hans liði. Bæði árin hafa þeir verið nálægt þessu en við höfum verið svo sterkir líka, og erum enn sterkir,“ sagði Guardiola sem var með Arteta sem aðstoðarmann á sínum tíma. Þegar Guardiola var bent á að hann kynni nú alveg sín tök á sálfræðistríði, til að trufla andstæðingana, þvertók hann fyrir það: „Nei, ég er ekki góður í því.“ De Bruyne mögulega með gegn Arsenal Spánverjinn sagði mögulegt að Kevin de Bruyne yrði með í stórleiknum, þrátt fyrir að hafa meiðst lítillega í nára í vikunni. „Honum líður aðeins betur í dag. Á morgun æfum við og sjáum til. Hann verður mögulega með,“ sagði Guardiola. „Þetta hafa alltaf verið jafnir leikir síðustu ár. Við erum góðir en þeir líka. Þeir gera margt vel og eru heilsteypt lið, og þess vegna hafa þeir verið okkar helstu keppinautar síðustu ár. En svona snemma á tímabilinu þá er ekkert meira undir en bara það hvernig stemningin verður næstu leiki. Hvað stigatöfluna varðar þá skiptir þetta ekki öllu máli. Það verður meira undir þegar við förum til London á seinni hluta tímabilsins,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Sjá meira