Jackson í stuði þegar Chelsea fór létt með West Ham Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2024 13:20 Nicolas Jackson var allt í öllu hjá Chelsea gegn West Ham United. getty/Chris Lee Nicolas Jackson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Chelsea sigraði West Ham United örugglega, 0-3, í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Með sigrinum komst Chelsea upp í 2. sæti deildarinnar. Liðið hefur unnið alla þrjá útileiki sína á tímabilinu með markatölunni 10-2. Jackson var í stuði í dag og hann kom Chelsea yfir strax á 4. mínútu. Hann bætti öðru marki við á 18. mínútu og staðan var 0-2 í hálfleik, Bláliðum í vil. Í upphafi seinni hálfleiks geystist Chelsea í skyndisókn, Jackson sendi á Cole Palmer sem skoraði þriðja mark liðsins. Fleiri urðu mörkin ekki og góður sigur Chelsea staðreynd. West Ham fer ekki vel af stað undir stjórn Julens Lopetegui. Liðið hefur tapað öllum þremur heimaleikjum sínum og er í 14. sæti með fjögur stig. Enski boltinn
Nicolas Jackson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Chelsea sigraði West Ham United örugglega, 0-3, í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Með sigrinum komst Chelsea upp í 2. sæti deildarinnar. Liðið hefur unnið alla þrjá útileiki sína á tímabilinu með markatölunni 10-2. Jackson var í stuði í dag og hann kom Chelsea yfir strax á 4. mínútu. Hann bætti öðru marki við á 18. mínútu og staðan var 0-2 í hálfleik, Bláliðum í vil. Í upphafi seinni hálfleiks geystist Chelsea í skyndisókn, Jackson sendi á Cole Palmer sem skoraði þriðja mark liðsins. Fleiri urðu mörkin ekki og góður sigur Chelsea staðreynd. West Ham fer ekki vel af stað undir stjórn Julens Lopetegui. Liðið hefur tapað öllum þremur heimaleikjum sínum og er í 14. sæti með fjögur stig.