Spurs vann þrátt fyrir að lenda undir eftir hálfa mínútu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2024 16:00 Brennan Johnson fagnar með Dominic Solanke. Þeir skoruðu báðir gegn Brentford. getty/Alex Pantling Þrátt fyrir að lenda undir eftir aðeins þrjátíu sekúndur vann Tottenham Brentford, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bryan Mbuemo kom Brentford yfir strax á upphafsmínútu leiksins. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís því Tottenham jafnaði á 8. mínútu. Dominic Solanke fylgdi þá eftir skoti James Maddison sem Mark Flekken varði. Á 28. mínútu komst Spurs yfir með marki Brennans Johnson eftir sendingu frá Son Heung-Min. Þegar fimm mínútur voru eftir gulltryggði Maddison svo sigur Spurs þegar hann skoraði eftir skyndisókn og sendingu frá Son. Með sigrinum komst Spurs upp í 10. sæti deildarinnar með sjö stig. Brentford er með sex stig í 12. sætinu. Enski boltinn
Þrátt fyrir að lenda undir eftir aðeins þrjátíu sekúndur vann Tottenham Brentford, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bryan Mbuemo kom Brentford yfir strax á upphafsmínútu leiksins. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís því Tottenham jafnaði á 8. mínútu. Dominic Solanke fylgdi þá eftir skoti James Maddison sem Mark Flekken varði. Á 28. mínútu komst Spurs yfir með marki Brennans Johnson eftir sendingu frá Son Heung-Min. Þegar fimm mínútur voru eftir gulltryggði Maddison svo sigur Spurs þegar hann skoraði eftir skyndisókn og sendingu frá Son. Með sigrinum komst Spurs upp í 10. sæti deildarinnar með sjö stig. Brentford er með sex stig í 12. sætinu.