Innlent

Samgöngusáttmálinn, Yazan og loftlagsmál á Sprengi­sandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Meðal þess sem verður til umræðu í dag er saga kommúnista á Íslandi, samgöngusáttmálin, mál Yazans Tamimi og loftlagsmál.

Skafti Ingimarsson, dr. í sagnfræði ræðir nýja bók sína um sögu kommúnista og sósíalistahreyfignar á Íslandi þar sem ný gögn varpa ljósi á uppbyggingu, umfang og aðgerðir.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks ræða Samgöngusáttmálann sem samþykktur var í síðustu viku í borgarstjórn Reykjavíkur.

Hanna Katrín Friðriksson og Teitur Björn Einarsson, alþingismenn, ræða mál Yazans Tamimi, pólitískar afleiðingar þess og fleira á vettvangi stjórnmálanna.

Andri Snær Magnason rithöfundur og Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs ræða loftslagsmál. Viðskiptaráðið segir 2/3 boðaðra aðgerða ríkisins í loftslagsmálum efnahagslegt óráð en Andri spyr hvort ekki sé rétt fyrir fyrirtæki að segja sig úr ráðinu, þar sem afstaða þess sé óskiljanleg.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér á vef Bylgjunnar. Yfirleitt er þátturinn á Stöð 2 Vísi en nú er Bakgarðshlaupið þar í beinni útsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×