Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. september 2024 18:42 Sólon Guðmundsson lést 25. ágúst síðastliðinn. Hann hóf störf sem flugmaður hjá Icelandair árið 2018. Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair. Sólon Guðmundsson var 28 ára þegar hann lést 25. ágúst síðastliðinn. Hann hafði þá starfað sem flugmaður hjá Icelandair í um sex ár. Í apríl síðastliðnum lagði Sólon fram kvörtun til mannauðsdeildar Icelandair vegna eineltis, sem hann taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu tveggja samstarfskvenna. Hödd Vilhjálmsdóttir talsmaður fjölskyldu Sólons segir hið meinta einelti einkum hafa falist í einhliða frásögnum kvennanna af stuttu sambandi Sólons við aðra þeirra. Hödd segir Icelandair að lokum hafa slegið eineltiskvörtunina út af borðinu, þar sem ekki væri hægt að meina konunni að tjá sig um sína upplifun. „Þetta hélt áfram. Ef eitthvað er versnuðu sögurnar inni í félaginu og þetta var komið út fyrir félagið líka. Hann upplifði sig... honum leið ömurlega, við getum orðað það þannig,“ segir Hödd. Hafi ekkert fengið að vita um ásakanir Þann 22. ágúst hafi Sólon svo verið boðaður enn einu sinni á fund með mannauðsdeild Icelandair. Hödd segir að þar hafi honum verið tjáð að komnar væru fram nýjar ásakanir á hendur honum. „Hann fær ekki að vita hvaða ásakanir það eru og það eigi að segja honum upp störfum samkvæmt kjarasamningi og hann er í raun þvingaður til þess að segja upp störfum sjálfur.“ Hödd Vilhjálmsdóttir er talskona fjölskyldu Sólons Guðmundssonar.Vísir/ÍVAR Hödd segir ljóst að Icelandair hafi ekki staðið rétt að málinu, því hafi ekki verið komið í viðeigandi farveg. „Hann hefði einfaldlega í mesta lagi átt að vera settur í leyfi á meðan málið væri í ferli,“ segir Hödd. Vilja svör þó að eitthvað misjafnt gæti komið í ljós Þann 23. ágúst, daginn eftir fundinn, sagði Sólon upp störfum hjá Icelandair í tölvupósti. Tveimur dögum síðar fannst Sólon látinn. Síðustu vikur hefur fjölskylda hans óskað eftir upplýsingum frá Icelandair um umræddar ásakanir, sem Icelandair kveðst ekki heimilt að afhenda. Á þriðjudag skilaði lögmaður fjölskyldunnar því inn beiðni til lögreglu um að hún taki andlát Sólons til rannsóknar. Hvað vonast þau til þess að fá út úr því? „Þau vonast til þess að fá út úr því að vita hvað sonur þeirra á að hafa gert. Því hann vissi það ekki sjálfur. Þetta er í raun fjölskylda að syrgja son sinn,“ segir Hödd. Sólon ásamt foreldrum sínum og systur. Fjölskyldan sé reiðubúin til að takast á við hvað sem fram kynni að koma við slíka rannsókn. „Hvort sem það veitir þeim einhvern frið í hjarta til að halda áfram með sitt, þá allavega fækkar það spurningunum,“ segir Hödd. Málsmeðferðin „í skötulíki“ Mál Sólons er í ferli hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. Jón Þór Þorvaldsson formaður félagsins staðfestir að það verði tekið fyrir í starfsráði, sameiginlegri nefnd félagsins og Icelandair. Þá hafði fréttastofa samband við Rúdolf Adolfsson geðhjúkrunarfræðing, sem Sólon leitaði til að áeggjan stéttarfélagsins og sat með honum tvo fundi hjá Icelandair. Rúdolf segir að Sólon hafi upplifað vanmátt og hjálparleysi gagnvart stjórnendum hjá mannauðsdeild Icelandair. Þá er það skoðun Rúdolfs að málsmeðferðin hafi verið í skötulíki. Icelandair segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að hugur fyrirtækisins sé hjá fjölskyldu, vinum og vinnufélögum Sólons. Fyrirtækið geti lögum samkvæmt ekki gefið neinar upplýsingar tengdar málinu. Fari málið í þar til gerðan farveg hjá lögreglu muni fyrirtækið að sjálfsögðu aðstoða eftir því sem unnt er. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Icelandair Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Sólon Guðmundsson var 28 ára þegar hann lést 25. ágúst síðastliðinn. Hann hafði þá starfað sem flugmaður hjá Icelandair í um sex ár. Í apríl síðastliðnum lagði Sólon fram kvörtun til mannauðsdeildar Icelandair vegna eineltis, sem hann taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu tveggja samstarfskvenna. Hödd Vilhjálmsdóttir talsmaður fjölskyldu Sólons segir hið meinta einelti einkum hafa falist í einhliða frásögnum kvennanna af stuttu sambandi Sólons við aðra þeirra. Hödd segir Icelandair að lokum hafa slegið eineltiskvörtunina út af borðinu, þar sem ekki væri hægt að meina konunni að tjá sig um sína upplifun. „Þetta hélt áfram. Ef eitthvað er versnuðu sögurnar inni í félaginu og þetta var komið út fyrir félagið líka. Hann upplifði sig... honum leið ömurlega, við getum orðað það þannig,“ segir Hödd. Hafi ekkert fengið að vita um ásakanir Þann 22. ágúst hafi Sólon svo verið boðaður enn einu sinni á fund með mannauðsdeild Icelandair. Hödd segir að þar hafi honum verið tjáð að komnar væru fram nýjar ásakanir á hendur honum. „Hann fær ekki að vita hvaða ásakanir það eru og það eigi að segja honum upp störfum samkvæmt kjarasamningi og hann er í raun þvingaður til þess að segja upp störfum sjálfur.“ Hödd Vilhjálmsdóttir er talskona fjölskyldu Sólons Guðmundssonar.Vísir/ÍVAR Hödd segir ljóst að Icelandair hafi ekki staðið rétt að málinu, því hafi ekki verið komið í viðeigandi farveg. „Hann hefði einfaldlega í mesta lagi átt að vera settur í leyfi á meðan málið væri í ferli,“ segir Hödd. Vilja svör þó að eitthvað misjafnt gæti komið í ljós Þann 23. ágúst, daginn eftir fundinn, sagði Sólon upp störfum hjá Icelandair í tölvupósti. Tveimur dögum síðar fannst Sólon látinn. Síðustu vikur hefur fjölskylda hans óskað eftir upplýsingum frá Icelandair um umræddar ásakanir, sem Icelandair kveðst ekki heimilt að afhenda. Á þriðjudag skilaði lögmaður fjölskyldunnar því inn beiðni til lögreglu um að hún taki andlát Sólons til rannsóknar. Hvað vonast þau til þess að fá út úr því? „Þau vonast til þess að fá út úr því að vita hvað sonur þeirra á að hafa gert. Því hann vissi það ekki sjálfur. Þetta er í raun fjölskylda að syrgja son sinn,“ segir Hödd. Sólon ásamt foreldrum sínum og systur. Fjölskyldan sé reiðubúin til að takast á við hvað sem fram kynni að koma við slíka rannsókn. „Hvort sem það veitir þeim einhvern frið í hjarta til að halda áfram með sitt, þá allavega fækkar það spurningunum,“ segir Hödd. Málsmeðferðin „í skötulíki“ Mál Sólons er í ferli hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. Jón Þór Þorvaldsson formaður félagsins staðfestir að það verði tekið fyrir í starfsráði, sameiginlegri nefnd félagsins og Icelandair. Þá hafði fréttastofa samband við Rúdolf Adolfsson geðhjúkrunarfræðing, sem Sólon leitaði til að áeggjan stéttarfélagsins og sat með honum tvo fundi hjá Icelandair. Rúdolf segir að Sólon hafi upplifað vanmátt og hjálparleysi gagnvart stjórnendum hjá mannauðsdeild Icelandair. Þá er það skoðun Rúdolfs að málsmeðferðin hafi verið í skötulíki. Icelandair segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að hugur fyrirtækisins sé hjá fjölskyldu, vinum og vinnufélögum Sólons. Fyrirtækið geti lögum samkvæmt ekki gefið neinar upplýsingar tengdar málinu. Fari málið í þar til gerðan farveg hjá lögreglu muni fyrirtækið að sjálfsögðu aðstoða eftir því sem unnt er. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Icelandair Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent