Haaland ekki refsað Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 12:31 Það virðist grunnt á því góða á milli þeirra Erling Haaland og Gabriels. Getty/Michael Regan Erling Haaland verður ekki refsað fyrir það að kasta boltanum viljandi í höfuð Gabriels eftir jöfnunarmark Manchester City gegn Arsenal í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Á meðan að samherjar Haalands glöddust yfir markinu og vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Arsenal-mönnum, sem voru nokkrum sekúndum frá því að verða fyrsta liðið í tvö ár til að vinna City á útivelli, þá ákvað Norðmaðurinn að strá salti í sár Gabriels með því að kasta boltanum í höfuð hans. Dómari leiksins, Michael Oliver, annað hvort sá ekki atvikið eða kaus að aðhafast ekkert vegna þess, en Haaland virðist ekki þurfa að kvíða því að brugðist verði við athæfi hans eftir á. Sky Sports fullyrðir að Haaland muni ekki verða refsað, og segir að myndbandsdómari hafi metið atvikið á meðan á leik stóð og ekki talið nauðsynlegt að grípa inn í. 🚨🇳🇴 Erling Haaland not expected to face any retrospective punishment for throwing the ball at the back of Gabriel Magalhaes' head.VAR reviewed the incident at the time, and deemed no action was necessary, @Jack_Gaughan reports. pic.twitter.com/e714HRzizu— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 23, 2024 Haaland lét miðverði Arsenal finna vel fyrir sér í leiknum og hann skoraði þegar City komst yfir snemma leiks. Arsenal sneri stöðunni í 2-1 fyrir hálfleik en missti Leandro Trossard af velli með rautt spjald rétt fyrir hléið. Seinni hálfleikur var svo eign City en jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en í blálokin þegar John Stones skoraði. Alan Shearer kom Haaland til varnar í þættinum Match of the Day 2, og vildi ekki meina að hann ætti skilið refsingu fyrir að kasta boltanum í höfuð Gabriels. „Mér fannst enginn skaði í þessu. Þetta var erfiður leikur fyrir dómarann en varðandi baráttuhug og einvígin úti á vellinum þá var þetta mjög spennandi leikur,“ sagði Shearer. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Á meðan að samherjar Haalands glöddust yfir markinu og vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Arsenal-mönnum, sem voru nokkrum sekúndum frá því að verða fyrsta liðið í tvö ár til að vinna City á útivelli, þá ákvað Norðmaðurinn að strá salti í sár Gabriels með því að kasta boltanum í höfuð hans. Dómari leiksins, Michael Oliver, annað hvort sá ekki atvikið eða kaus að aðhafast ekkert vegna þess, en Haaland virðist ekki þurfa að kvíða því að brugðist verði við athæfi hans eftir á. Sky Sports fullyrðir að Haaland muni ekki verða refsað, og segir að myndbandsdómari hafi metið atvikið á meðan á leik stóð og ekki talið nauðsynlegt að grípa inn í. 🚨🇳🇴 Erling Haaland not expected to face any retrospective punishment for throwing the ball at the back of Gabriel Magalhaes' head.VAR reviewed the incident at the time, and deemed no action was necessary, @Jack_Gaughan reports. pic.twitter.com/e714HRzizu— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 23, 2024 Haaland lét miðverði Arsenal finna vel fyrir sér í leiknum og hann skoraði þegar City komst yfir snemma leiks. Arsenal sneri stöðunni í 2-1 fyrir hálfleik en missti Leandro Trossard af velli með rautt spjald rétt fyrir hléið. Seinni hálfleikur var svo eign City en jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en í blálokin þegar John Stones skoraði. Alan Shearer kom Haaland til varnar í þættinum Match of the Day 2, og vildi ekki meina að hann ætti skilið refsingu fyrir að kasta boltanum í höfuð Gabriels. „Mér fannst enginn skaði í þessu. Þetta var erfiður leikur fyrir dómarann en varðandi baráttuhug og einvígin úti á vellinum þá var þetta mjög spennandi leikur,“ sagði Shearer.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira