Hvern gæti Man City sótt í stað Rodri? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2024 23:03 Pierre Lees-Melou, leikmaður Brest, í Frakklandi, er óvænt á lista BBC yfir þá leikmenn sem Man City gæti sótt til að fylla skarð Rodri. Jean Catuffe/Getty Images Fyrr í dag staðfesti enska knattspyrnufélagið Manchester City að spænski miðjumaðurinn Rodri væri með slitið krossband í hné. Það þýðir að hann spilar ekki meira á þessari leiktíð og því gæti Man City sótt miðjumann þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik um áramótin, en hvern? We can confirm that Rodri has suffered a ligament injury to his right knee.Everyone at the Club wishes him a speedy recovery 🩵More information 👇— Manchester City (@ManCity) September 25, 2024 Hinn 28 ára gamli Rodri hefur undanfarin misseri verið hreint út sagt ómissandi fyrir Pep Guardiola og lið hans. Með Rodri innanborðs var liðið svo gott sem óstöðvandi en án hans var liðið í stökustu vandræðum. Tölfræðin bakkar þetta upp en með Rodri hefur Man City aðeins tapað 11 prósent viðureigna sinna síðan 2019 á meðan liðið hefur tapað 24 prósent leikja sinna þegar Rodri er fjarri góðu gamni. Nú er ljóst að Pep þarf að stilla upp liði án Rodri næstu mánuðina og þar sem leikmannahópur þess er heldur þunnskipaður á miðsvæðinu gæti farið svo að þjálfarinn leitist eftir styrkingu í janúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur tekið saman nokkur nöfn sem gætu verið á blaði hjá Englandsmeisturunum. Leon Goretzka (29 ára, Bayern München) Harry Kane og Goretzka á góðri stund.Alexander Hassenstein/Getty Images Þjóðverjinn er ekki inn í myndinni hjá Vincent Kompany, þjálfara Bayern, og gæti stokkið á tækifærið að ganga í raðir Man City. Samkvæmt tölfræðiforriti Opta er Goretzka einna líkastur Rodri sóknarlega en á þó nokkuð í land varnarlega. Martin Zubimendi (25 ára, Real Sociedad) Spánverjinn Zubimendi fyllti skarð Rodri í úrslitaleik EM síðasta sumar og gæti nú gert slíkt hið sama ef Man City tekst að sannfæra hann um að koma til Englands. Adam Wharton (20 ára, Crystal Palace) Þessi ungi Englendingur gekk í raðir Palace í janúar á þessu ári og var í kjölfarið valinn í leikmannahóp Englands fyrir EM. Hefur spilað djúpur á miðju fyrir Palace en getur einnig spilað framar á vellinum. BBC telur þó að hann muni kosta skildinginn þar sem hann er aðeins nýgenginn í raðir Palace og enskir leikmenn kosta alltaf sitt. Bruno Guimarães (26 ára, Newcastle United) Gæti hann loks farið til Man City?Vísir/Getty Images Brasilíumaðurinn hefur verið gríðarlega öflugur síðan hann gekk í raðir Newcastle sumarið 2022. Var orðaður við Man City í sumar en Englandsmeistararnir voru ekki tilbúnir að borga uppsett verð. Hefur byrjað tímabilið brösuglega en Newcastle myndi samt sem áður vilja sama verð og var sett á leikmanninn síðasta sumar. Frenkie de Jong (27 ára, Barcelona) Gæti De Jong endað í Manchester eftir allt saman?Pedro Salado/Getty Images Hollendingurinn var orðaður við Man United lengi vel en ekkert varð af þeim vistaskiptum. De Jong virðist líða vel í Katalóníu en fjárhagsvandræði Barcelona eru ekkert að fara gufa upp á næstunni og gæti gott tilboð heillað endurskoðendur félagsins. De Jong hefur hins vegar ekki enn spilað á þessari leiktíð þar sem hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli síðan í apríl á þessu ári. Pierre Lees-Melou (31 árs, Brest) Óvæntasta nafnið á lista BBC. Samkvæmt Opta er hann í fjórða sæti þegar kemur að leikmönnum sem eru hvað líkastir Rodri. Gekk í raðir Brest árið 2022 og hefur notið sín í botn síðan. Valinn í lið ársins í Frakklandi á síðustu leiktíð og hjálpaði Brest að komast í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögunni. Hvort það sé nóg fyrir Pep Guardiola verður að koma í ljós. Enski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Það þýðir að hann spilar ekki meira á þessari leiktíð og því gæti Man City sótt miðjumann þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik um áramótin, en hvern? We can confirm that Rodri has suffered a ligament injury to his right knee.Everyone at the Club wishes him a speedy recovery 🩵More information 👇— Manchester City (@ManCity) September 25, 2024 Hinn 28 ára gamli Rodri hefur undanfarin misseri verið hreint út sagt ómissandi fyrir Pep Guardiola og lið hans. Með Rodri innanborðs var liðið svo gott sem óstöðvandi en án hans var liðið í stökustu vandræðum. Tölfræðin bakkar þetta upp en með Rodri hefur Man City aðeins tapað 11 prósent viðureigna sinna síðan 2019 á meðan liðið hefur tapað 24 prósent leikja sinna þegar Rodri er fjarri góðu gamni. Nú er ljóst að Pep þarf að stilla upp liði án Rodri næstu mánuðina og þar sem leikmannahópur þess er heldur þunnskipaður á miðsvæðinu gæti farið svo að þjálfarinn leitist eftir styrkingu í janúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur tekið saman nokkur nöfn sem gætu verið á blaði hjá Englandsmeisturunum. Leon Goretzka (29 ára, Bayern München) Harry Kane og Goretzka á góðri stund.Alexander Hassenstein/Getty Images Þjóðverjinn er ekki inn í myndinni hjá Vincent Kompany, þjálfara Bayern, og gæti stokkið á tækifærið að ganga í raðir Man City. Samkvæmt tölfræðiforriti Opta er Goretzka einna líkastur Rodri sóknarlega en á þó nokkuð í land varnarlega. Martin Zubimendi (25 ára, Real Sociedad) Spánverjinn Zubimendi fyllti skarð Rodri í úrslitaleik EM síðasta sumar og gæti nú gert slíkt hið sama ef Man City tekst að sannfæra hann um að koma til Englands. Adam Wharton (20 ára, Crystal Palace) Þessi ungi Englendingur gekk í raðir Palace í janúar á þessu ári og var í kjölfarið valinn í leikmannahóp Englands fyrir EM. Hefur spilað djúpur á miðju fyrir Palace en getur einnig spilað framar á vellinum. BBC telur þó að hann muni kosta skildinginn þar sem hann er aðeins nýgenginn í raðir Palace og enskir leikmenn kosta alltaf sitt. Bruno Guimarães (26 ára, Newcastle United) Gæti hann loks farið til Man City?Vísir/Getty Images Brasilíumaðurinn hefur verið gríðarlega öflugur síðan hann gekk í raðir Newcastle sumarið 2022. Var orðaður við Man City í sumar en Englandsmeistararnir voru ekki tilbúnir að borga uppsett verð. Hefur byrjað tímabilið brösuglega en Newcastle myndi samt sem áður vilja sama verð og var sett á leikmanninn síðasta sumar. Frenkie de Jong (27 ára, Barcelona) Gæti De Jong endað í Manchester eftir allt saman?Pedro Salado/Getty Images Hollendingurinn var orðaður við Man United lengi vel en ekkert varð af þeim vistaskiptum. De Jong virðist líða vel í Katalóníu en fjárhagsvandræði Barcelona eru ekkert að fara gufa upp á næstunni og gæti gott tilboð heillað endurskoðendur félagsins. De Jong hefur hins vegar ekki enn spilað á þessari leiktíð þar sem hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli síðan í apríl á þessu ári. Pierre Lees-Melou (31 árs, Brest) Óvæntasta nafnið á lista BBC. Samkvæmt Opta er hann í fjórða sæti þegar kemur að leikmönnum sem eru hvað líkastir Rodri. Gekk í raðir Brest árið 2022 og hefur notið sín í botn síðan. Valinn í lið ársins í Frakklandi á síðustu leiktíð og hjálpaði Brest að komast í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögunni. Hvort það sé nóg fyrir Pep Guardiola verður að koma í ljós.
Enski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira