Efast um dugnað og hugarfar Rashford Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2024 15:47 Marcus Rashford er vinsælt skotmark þessa dagana. getty/Robbie Jay Barratt Jimmy Floyd Hasselbaink, sem var í þjálfarateymi enska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að fótboltinn sé ekki forgangsatriði hjá Marcus Rashford, framherja Manchester United. Rashford átti afar erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og var ekki valinn í EM-hóp Englands. Hann hefur hins vegar litið aðeins betur út í byrjun þessa tímabils og er kominn með þrjú mörk fyrir United. Hasselbaink er hrifinn af Rashford sem leikmanni en setur spurningarmerki við hugarfar hans. „Þegar þú horfir á Marcus Rashford og líkamstjáningu hans - og ég er ekki að segja að þetta sé satt - þá lítur út fyrir að fótboltinn sé ekki í forgangi hjá honum,“ sagði Hasselbaink. „Vitum við að hann getur spilað fótbolta? Klárlega. Þegar hann er á vinstri og upp á sitt besta er hann virkilega, virkilega góður leikmaður. Þegar hann var uppi á sitt besta hljóp hann svo mikið og stakk sér inn fyrir varnir andstæðinganna. Hann var svo duglegur að hlaupa á varnarmennina. Þannig er hann upp á sitt besta en ég sé það ekki lengur.“ Hasselbaink segir að Rashford sé ekki nógu harður af sér og viljugur til að spila þótt hann glími við einhver meiðsli. „Fyrir leikmann eins og Rashford, þegar einn þinn stærsti eiginleiki er hraðinn, verðurðu að þjást. Þú verður að vera tilbúinn til að leggja jafn hart að þér með og án boltans og það þýðir að standa af sér smá sársauka því það krefst mikils af þér að gera þetta í hverjum einasta leik. Mér finnst hann ekki jafn tilbúinn að gera það og áður,“ sagði Hasselbaink sem segir að það sé undir Rashford sjálfum komið að ná því besta fram hjá sjálfum sér. Það komi ekki bara frá knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. „Það er ekki bara á ábyrgð Ten Hags að Rashford bæti sig. Leikmaðurinn verður að þrá það. Það er engin spurning að Marcus Rashford hefur hæfileikana. Þetta er eitthvað andlegt. Hann sjálfur verður að bæta sig.“ Rashford og félagar hans í United taka á móti Tottenham í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ten Hag vildi fá Welbeck til United Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Mourinho var bara að segja brandara Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Sjá meira
Rashford átti afar erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og var ekki valinn í EM-hóp Englands. Hann hefur hins vegar litið aðeins betur út í byrjun þessa tímabils og er kominn með þrjú mörk fyrir United. Hasselbaink er hrifinn af Rashford sem leikmanni en setur spurningarmerki við hugarfar hans. „Þegar þú horfir á Marcus Rashford og líkamstjáningu hans - og ég er ekki að segja að þetta sé satt - þá lítur út fyrir að fótboltinn sé ekki í forgangi hjá honum,“ sagði Hasselbaink. „Vitum við að hann getur spilað fótbolta? Klárlega. Þegar hann er á vinstri og upp á sitt besta er hann virkilega, virkilega góður leikmaður. Þegar hann var uppi á sitt besta hljóp hann svo mikið og stakk sér inn fyrir varnir andstæðinganna. Hann var svo duglegur að hlaupa á varnarmennina. Þannig er hann upp á sitt besta en ég sé það ekki lengur.“ Hasselbaink segir að Rashford sé ekki nógu harður af sér og viljugur til að spila þótt hann glími við einhver meiðsli. „Fyrir leikmann eins og Rashford, þegar einn þinn stærsti eiginleiki er hraðinn, verðurðu að þjást. Þú verður að vera tilbúinn til að leggja jafn hart að þér með og án boltans og það þýðir að standa af sér smá sársauka því það krefst mikils af þér að gera þetta í hverjum einasta leik. Mér finnst hann ekki jafn tilbúinn að gera það og áður,“ sagði Hasselbaink sem segir að það sé undir Rashford sjálfum komið að ná því besta fram hjá sjálfum sér. Það komi ekki bara frá knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. „Það er ekki bara á ábyrgð Ten Hags að Rashford bæti sig. Leikmaðurinn verður að þrá það. Það er engin spurning að Marcus Rashford hefur hæfileikana. Þetta er eitthvað andlegt. Hann sjálfur verður að bæta sig.“ Rashford og félagar hans í United taka á móti Tottenham í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ten Hag vildi fá Welbeck til United Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Mourinho var bara að segja brandara Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Sjá meira