Enski boltinn

Tíma­bilið búið hjá Rodri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta er það síðasta sem við sjáum af Rodri á þessari leiktíð.
Þetta er það síðasta sem við sjáum af Rodri á þessari leiktíð. vísir/getty

Englandsmeistarar Man. City urðu fyrir miklu áfalli í dag er það kom í ljós að miðjumaðurinn Rodri mun ekki spila meira með liðinu í vetur.

Það var Pep Guardiola, stjóri liðsins, sem staðfesti það við fjölmiðla í dag.

Hinn 28 ára gamli Rodri haltraði af velli í leiknum gegn Arsenal síðasta sunnudag eftir að hafa lent í samstuði við Thomas Partey, leikmann Arsenal.

„Hann fór í aðgerð á hné í morgun og undirbúningur fyrir næsta tímabil er formlega hafinn hjá honum. Þetta tímabil er búið,“ sagði Guardiola.

Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi leikmannsins hjá City. Hann missti af fimm leikjum á síðasta tímabili og City tapaði fjórum þeirra. Með hann í liðinu tapar City nánast aldrei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×