Tottenham lék tíu United-menn grátt Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 15:02 Leikmenn Tottenham léku við hvurn sinn fingur á Old Trafford í dag. Getty/Michael Regan Tottenham vann frábæran 3-0 útisigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag og jók þar með enn pressuna á Erik ten Hag, knattspyrnustjóra United. Heimamenn misstu Bruno Fernandes af velli með rautt spjald og verða án hans í næstu deildarleikjum. Tottenham komst yfir strax á þrðiju mínútu þegar Micky van de Ven brunaði út úr vörninni og fram völlinn, að endamörkum þar sem hann renndi boltanum fyrir markið á Brennan Johnson sem skoraði. Fyrri hálfleikur var bráðfjörugur og bæði lið áttu stangarskot en Tottenham fékk þó betri færi. Útlitið dökknaði svo enn fyrir United þegar Bruno fékk að líta rauða spjaldið. Bruno Fernandes fékk rautt spjald fyrir þetta spark í James Maddison.Getty/Catherine Ivill United-fyrirliðinn rann á vallarhelmingi Tottenham og sparkaði viljandi í legg James Maddison, og dómarinn Chris Kavanagh ákvað að reka Portúgalann af velli. Umdeildur dómur rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Strax í byrjun seinni hálfleiks skoraði Svíinn Dejan Kulusevski annað mark Tottenham og eftir það var í raun ekki mikil spurning hvernig færi. Dominic Solanke skoraði svo þriðja markið korteri fyrir leikslok, eftir hornspyrnu. Með sigrinum er Tottenham, sem var án fyrirliðans Son Heung-min, komið með tíu stig í 8. sæti en United er enn með sjö stig í neðri hluta deildarinnar. Enski boltinn
Tottenham vann frábæran 3-0 útisigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag og jók þar með enn pressuna á Erik ten Hag, knattspyrnustjóra United. Heimamenn misstu Bruno Fernandes af velli með rautt spjald og verða án hans í næstu deildarleikjum. Tottenham komst yfir strax á þrðiju mínútu þegar Micky van de Ven brunaði út úr vörninni og fram völlinn, að endamörkum þar sem hann renndi boltanum fyrir markið á Brennan Johnson sem skoraði. Fyrri hálfleikur var bráðfjörugur og bæði lið áttu stangarskot en Tottenham fékk þó betri færi. Útlitið dökknaði svo enn fyrir United þegar Bruno fékk að líta rauða spjaldið. Bruno Fernandes fékk rautt spjald fyrir þetta spark í James Maddison.Getty/Catherine Ivill United-fyrirliðinn rann á vallarhelmingi Tottenham og sparkaði viljandi í legg James Maddison, og dómarinn Chris Kavanagh ákvað að reka Portúgalann af velli. Umdeildur dómur rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Strax í byrjun seinni hálfleiks skoraði Svíinn Dejan Kulusevski annað mark Tottenham og eftir það var í raun ekki mikil spurning hvernig færi. Dominic Solanke skoraði svo þriðja markið korteri fyrir leikslok, eftir hornspyrnu. Með sigrinum er Tottenham, sem var án fyrirliðans Son Heung-min, komið með tíu stig í 8. sæti en United er enn með sjö stig í neðri hluta deildarinnar.