Enski boltinn

Leikurinn ekki stöðvaður þó svo maður hafi dáið í stúkunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frá Hillsborough-vellinum í Sheffield.
Frá Hillsborough-vellinum í Sheffield. vísir/getty

Stuðningsmenn eru mjög reiðir yfir því að leikur á Englandi hafi ekki verið stöðvaður þó svo maður hafi látist í stúkunni.

Leikurinn var á milli Sheff. Wed. og WBA. Stuðningsmaður WBA, Mark Townsend, fékk hjartaáfall í stúkunni og lést. Hans verður minnst með mínútu þögn fyrir leik liðsins gegn Middlesbrough annað kvöld.

Atvikið átti sér stað á hinum fræga Hillsborough-velli í Sheffield. Áhorfandi sagði að ef leikurinn hefði verið stöðvaður þá hefðu læknateymi komist fyrr til mannsins og þau haft meira pláss til að vinna.

Það var ekkert pláss til þess að gefa manninum almennilega fyrstu hjálp og svo gekk illa að koma sjúkrabörum til mannsins.

Bæði WBA og Sheff. Wed. segjast taka málið alvarlega og eru að rannsaka það saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×