Baráttan harðnar í Valorant Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. september 2024 10:09 Lið Klutz afgreiddi Þór frekar auðveldlega 13-2 í 4. umferð Míludeildarinnar og „ekki mikið um það að segja“, eins og Mist orðaði það. Fjórða umferð Míludeiladarinnar í Valorant fór fram á föstudagskvöld og ljóst var á leikjum kvöldsins að farið er að hitna í kolunum og baráttan á toppi deildarinnar að harðna, bæði um toppsætið að tryggja sig áfram í fjögurra liða úrslit. „Þetta er vikan sem þú hættir tilraunastarfsemi. Hérna þarftu að fara að vinna,“ sagði Daníel fyrir fyrsta leik kvöldsins en hann og Mist Reykdal Magnúsdóttir fylgdust með gangi mála í beinni útsendingu og greindu stöðuna jafnóðum. Fyrsti leikur umferðarinnar var í brennidepli enda mættust þar ósigruðu liðin tvö, Jötunn Valkyrjur og Venus, í spennandi baráttu um 1. Sætið. Viðureigninni lauk með sigri Venusar 13-9 og liðið trónir því eitt á toppi Míludeildarinnar með 8 stig. Klutz og Valkyrjur fylgja á eftir með 6 stig en Valkyrjurnar máttu sætta sig við fall úr fyrsta sæti í það þriðja eftir leiki umferðarinnar. Úrslit 4. umferðar: Jötunn Valkyrjur - Venus 9 - 13 ControllerZ - GoldDiggers 5 - 13 Guardian Grýlurnar - Höttur 7 - 13 Þór - Klutz 2 - 13 Mist og Daníel bentu á að viðureign ControllerZ og GoldDiggers væri, eins og leikur toppliðanna, mikilvægur fyrir stigatöfluna en þessi lið voru einnig jöfn að stigum eftir 3. umferð. Daníel og Mist greindu stöðuna og lýstu leikjum í fjórðu umferð Míludeildarinnar í beinni á föstudagskvöld. Með sigri sínum komu GoldDiggers sér í 4. sæti deildarinnar en þegar hér er komið við sögu sagði Mist að hún teldi óhætt að segja að þrjú efstu liðin núna, Venus, Klutzog Jötunn Valkyrjur séu örugg í umspil. Stóra spurningin er hvaða lið tryggi sér fjórða og síðasta sætið þar. Míludeildin heldur áfram á föstudaginn, 4. október, þegar Þór tekur á móti ControllerZ, Jötunn Valkyrjur mæta GoldDiggers, Höttur og Klutz takast á og botnlið Guardian Grýlanna og topplið Venus mætast. Staðan í Míludeildinni að fjórum umferðum loknum. Rafíþróttir Tengdar fréttir Valkyrjur og Venus ósigraðar á toppnum Þriðja umferð Míludeiladarinnar í Valorant fór fram á föstudagskvöld og að henni lokinni eru liðin Jötunn Valkyrjur og Venus, enn ósigruð, í tveimur efstu sætum deildarinnar. 23. september 2024 10:49 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti
„Þetta er vikan sem þú hættir tilraunastarfsemi. Hérna þarftu að fara að vinna,“ sagði Daníel fyrir fyrsta leik kvöldsins en hann og Mist Reykdal Magnúsdóttir fylgdust með gangi mála í beinni útsendingu og greindu stöðuna jafnóðum. Fyrsti leikur umferðarinnar var í brennidepli enda mættust þar ósigruðu liðin tvö, Jötunn Valkyrjur og Venus, í spennandi baráttu um 1. Sætið. Viðureigninni lauk með sigri Venusar 13-9 og liðið trónir því eitt á toppi Míludeildarinnar með 8 stig. Klutz og Valkyrjur fylgja á eftir með 6 stig en Valkyrjurnar máttu sætta sig við fall úr fyrsta sæti í það þriðja eftir leiki umferðarinnar. Úrslit 4. umferðar: Jötunn Valkyrjur - Venus 9 - 13 ControllerZ - GoldDiggers 5 - 13 Guardian Grýlurnar - Höttur 7 - 13 Þór - Klutz 2 - 13 Mist og Daníel bentu á að viðureign ControllerZ og GoldDiggers væri, eins og leikur toppliðanna, mikilvægur fyrir stigatöfluna en þessi lið voru einnig jöfn að stigum eftir 3. umferð. Daníel og Mist greindu stöðuna og lýstu leikjum í fjórðu umferð Míludeildarinnar í beinni á föstudagskvöld. Með sigri sínum komu GoldDiggers sér í 4. sæti deildarinnar en þegar hér er komið við sögu sagði Mist að hún teldi óhætt að segja að þrjú efstu liðin núna, Venus, Klutzog Jötunn Valkyrjur séu örugg í umspil. Stóra spurningin er hvaða lið tryggi sér fjórða og síðasta sætið þar. Míludeildin heldur áfram á föstudaginn, 4. október, þegar Þór tekur á móti ControllerZ, Jötunn Valkyrjur mæta GoldDiggers, Höttur og Klutz takast á og botnlið Guardian Grýlanna og topplið Venus mætast. Staðan í Míludeildinni að fjórum umferðum loknum.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Valkyrjur og Venus ósigraðar á toppnum Þriðja umferð Míludeiladarinnar í Valorant fór fram á föstudagskvöld og að henni lokinni eru liðin Jötunn Valkyrjur og Venus, enn ósigruð, í tveimur efstu sætum deildarinnar. 23. september 2024 10:49 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti
Valkyrjur og Venus ósigraðar á toppnum Þriðja umferð Míludeiladarinnar í Valorant fór fram á föstudagskvöld og að henni lokinni eru liðin Jötunn Valkyrjur og Venus, enn ósigruð, í tveimur efstu sætum deildarinnar. 23. september 2024 10:49
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn