Karlmennskuhlaðvarpið heyrir sögunni til Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. október 2024 10:19 Rúm fjögur ár eru síðan fyrsti þátturinn af Karlmennskunni var gefinn út. Vísir/Vilhelm Kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson hefur tilkynnt að ekki verði teknir upp fleiri þættir af hlaðvarpi hans, Karlmennskunni. Í færslu á Insragram síðu hlaðvarpsins segir Þorsteinn að áfram verði hægt að nálgast þættina á hlaðvarpsveitum en þættirnir verði ekki fleiri. „Það hefur verið afskaplega gaman að hitta og spjalla við svo margt frótt fólk með áhugaverða reynslu eða sjónarhorn á samfélagið. Markmiðið var alltaf að varpa ljósi á virkni feðraveldis í gegnum mismunandi birtingarmyndir, sem höfðu einhvern snertiflöt við karla eða karlmennsku. Veit að það tókst oft vel upp. Og það gleður mig að vita að ennþá eru nokkur hundruð einstaklingar að hlusta á gamla þætti,“ segir í færslu Þorsteins. Þá segir hann að stundum hafi hann átt í erfiðleikum með að verða sér úti um styrki, ekki öll fyrirtæki hafi verið til í að leggja honum lið. „Það var greinilega ekki mjög sexý söluvara fyrir fyrirtæki að tengja sig femínísku hlaðvarpi. Þrátt fyrir þrjú til sex þúsund hlustanir á hvern þátt og snertingu við um 30 þúsund á þessum miðli þóttu yfir 100 fyrirtækjum, sem þá höfðu varið fjármagni í hlaðvörp og „áhrifavalda“, ekki nógu safe að tengjast Karlmennskunni. Þau völdu frekar að tengjast einhverjum sem fjalla um fótbolta, fíkniefni, grín og glens – eitthvað „hlutlaust“,“ segir jafnframt í færslunni. Þorsteinn segist ekki hafa skrifað færsluna til að fá samkennd eða vorkunn. „Ég er að skrifa þetta svo þið sjáið hvernig það er að taka raunverulega afstöðu og hversu hættulegt það virðist vera. Vonandi verður auðveldara fyrir næstu kynslóð að sækja fjármagn til að standa í jafnréttisbaráttu.“ Þorsteinn var viðmælandi í Einkalífinu á Vísi fyrr á árinu. Þar ræddi hann meðal annars um hlaðvarpið og fjölmiðlastorminn sem varð í kringum bók hans og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í aðdraganda síðustu jóla og áhrifin sem málið hafði á hann. Hlaðvörp Jafnréttismál Tímamót Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Í færslu á Insragram síðu hlaðvarpsins segir Þorsteinn að áfram verði hægt að nálgast þættina á hlaðvarpsveitum en þættirnir verði ekki fleiri. „Það hefur verið afskaplega gaman að hitta og spjalla við svo margt frótt fólk með áhugaverða reynslu eða sjónarhorn á samfélagið. Markmiðið var alltaf að varpa ljósi á virkni feðraveldis í gegnum mismunandi birtingarmyndir, sem höfðu einhvern snertiflöt við karla eða karlmennsku. Veit að það tókst oft vel upp. Og það gleður mig að vita að ennþá eru nokkur hundruð einstaklingar að hlusta á gamla þætti,“ segir í færslu Þorsteins. Þá segir hann að stundum hafi hann átt í erfiðleikum með að verða sér úti um styrki, ekki öll fyrirtæki hafi verið til í að leggja honum lið. „Það var greinilega ekki mjög sexý söluvara fyrir fyrirtæki að tengja sig femínísku hlaðvarpi. Þrátt fyrir þrjú til sex þúsund hlustanir á hvern þátt og snertingu við um 30 þúsund á þessum miðli þóttu yfir 100 fyrirtækjum, sem þá höfðu varið fjármagni í hlaðvörp og „áhrifavalda“, ekki nógu safe að tengjast Karlmennskunni. Þau völdu frekar að tengjast einhverjum sem fjalla um fótbolta, fíkniefni, grín og glens – eitthvað „hlutlaust“,“ segir jafnframt í færslunni. Þorsteinn segist ekki hafa skrifað færsluna til að fá samkennd eða vorkunn. „Ég er að skrifa þetta svo þið sjáið hvernig það er að taka raunverulega afstöðu og hversu hættulegt það virðist vera. Vonandi verður auðveldara fyrir næstu kynslóð að sækja fjármagn til að standa í jafnréttisbaráttu.“ Þorsteinn var viðmælandi í Einkalífinu á Vísi fyrr á árinu. Þar ræddi hann meðal annars um hlaðvarpið og fjölmiðlastorminn sem varð í kringum bók hans og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í aðdraganda síðustu jóla og áhrifin sem málið hafði á hann.
Hlaðvörp Jafnréttismál Tímamót Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira