Onana haldið oftast hreinu Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 14:01 André Onana hefur fjórum sinnum haldið hreinu það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Simon Stacpoole Á meðan að flestar fréttir af Manchester United snúa að slæmu gengi liðsins og stöðu knattspyrnustjórans Eriks ten Hag þá hefur markvörðurinn André Onana reynst ákveðið ljós í myrkrinu. Þannig var staðan alls ekki fyrir ári síðan, þegar Onana átti í ýmis konar byrjunarörðuleikum sem arftaki Spánverjans David de Gea. Nú hefur þessi 28 ára Kamerúni hins vegar haldið marki United hreinu í fjórum af fyrstu sjö deildarleikjum tímabilsins, eða oftast allra markvarða ensku úrvalsdeildarinnar. Onana er því með forystuna í baráttunni um gullhanskann, sem sá markvörður fær sem oftast heldur hreinu á tímabilinu, en næstir á eftir honum eru Alisson hjá Liverpool og David Raya hjá Arsenal sem haldið hafa hreinu í þremur heilum leikjum hvor. André Onana has kept the most clean sheets in the Premier League this season 🧤 pic.twitter.com/n54P9aAOn6— ESPN UK (@ESPNUK) October 7, 2024 Liverpool hefur samt fengið langfæst mörk á sig, eða aðeins tvö, og Alisson spilað fjóra leiki án þess að fá á sig mark. Hann varð hins vegar að fara meiddur af velli í einum þeirra og Vitezlav Jaros kom inn á í hans stað. Caoimhin Kelleher hélt svo hreinu í eina leiknum sem hann hefur spilað. Raya vann gullhanskann á síðustu leiktíð, þegar hann hélt hreinu í sextán leikjum, eftir að De Gea hafði hlotið gullhanskann á lokaári sínu með United, þegar hann hélt hreinu í sautján leikjum. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir að þjálfarateymi United sé í skýjunum með þróun Onana, á annarri leiktíð hans eftir komuna frá Inter. 🔴🇨🇲 In negative start of the season, André Onana has been one of the best players for Manchester United as he's completed most clean sheets in Premier League with 4 so far.Man Utd coaching staff, very happy with his development on second season since joining from Inter. pic.twitter.com/NqHVbQ7sa9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 7, 2024 Næstu leikir Onana með United eru gegn Brentford 19. október og við Fenerbahce í Evrópudeildinni fimm dögum síðar. Nú taka hins vegar við tveir landsleikir með Kamerún, báðir gegn Kenýa. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Þannig var staðan alls ekki fyrir ári síðan, þegar Onana átti í ýmis konar byrjunarörðuleikum sem arftaki Spánverjans David de Gea. Nú hefur þessi 28 ára Kamerúni hins vegar haldið marki United hreinu í fjórum af fyrstu sjö deildarleikjum tímabilsins, eða oftast allra markvarða ensku úrvalsdeildarinnar. Onana er því með forystuna í baráttunni um gullhanskann, sem sá markvörður fær sem oftast heldur hreinu á tímabilinu, en næstir á eftir honum eru Alisson hjá Liverpool og David Raya hjá Arsenal sem haldið hafa hreinu í þremur heilum leikjum hvor. André Onana has kept the most clean sheets in the Premier League this season 🧤 pic.twitter.com/n54P9aAOn6— ESPN UK (@ESPNUK) October 7, 2024 Liverpool hefur samt fengið langfæst mörk á sig, eða aðeins tvö, og Alisson spilað fjóra leiki án þess að fá á sig mark. Hann varð hins vegar að fara meiddur af velli í einum þeirra og Vitezlav Jaros kom inn á í hans stað. Caoimhin Kelleher hélt svo hreinu í eina leiknum sem hann hefur spilað. Raya vann gullhanskann á síðustu leiktíð, þegar hann hélt hreinu í sextán leikjum, eftir að De Gea hafði hlotið gullhanskann á lokaári sínu með United, þegar hann hélt hreinu í sautján leikjum. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir að þjálfarateymi United sé í skýjunum með þróun Onana, á annarri leiktíð hans eftir komuna frá Inter. 🔴🇨🇲 In negative start of the season, André Onana has been one of the best players for Manchester United as he's completed most clean sheets in Premier League with 4 so far.Man Utd coaching staff, very happy with his development on second season since joining from Inter. pic.twitter.com/NqHVbQ7sa9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 7, 2024 Næstu leikir Onana með United eru gegn Brentford 19. október og við Fenerbahce í Evrópudeildinni fimm dögum síðar. Nú taka hins vegar við tveir landsleikir með Kamerún, báðir gegn Kenýa.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira