Lífið

Ragn­hildur og Hanna Katrín kveðja Bú­seta

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Þverholtið.
Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Þverholtið.

Hjónin Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, og Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingflokksformaður, hugsa sér til hreyfings og kveðja Þverholtið.

„Búseta-íbúðin okkar hefur því verið auglýst til sölu. Hjá Búseta er kerfið þannig að eftir því sem fólk hefur verið lengur félagar, þeim mun betri líkur á það á að hreppa hnossið. En svo er kerfið líka þannig, að hver sem er getur keypt þar íbúð, ef enginn félagsmaður hefur gefið sig fram innan ákveðins frests. Í okkar tilfelli rennur sá frestur út kl. 16 á miðvikudag. Það hefur verið afskaplega gott að búa þarna, þetta er auðvitað stórkostlega miðsvæðis og samt er alveg pollrólegt og hljótt,“ skrifar Ragnhildur í færslu á samfélagsmiðlum.

Um er að ræða sex herbergja íbúð með sérinngangi við Þverholt 17. Eignin er 182 fermetrar að stærð á tveimur hæðum.

Ragnhildur og Katrín hafa verið saman í um 30 ár og eiga saman tvær dætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×