Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2024 22:33 Zlatan Ibrahimovic starfar sem ráðgjafi hjá AC Milan. Vísir/Getty AC Milan hefur áhuga á að næla í Victor Lindelöf frá Manchester United til að styrkja meiðslahrjáða varnarlínu sína. Þeir telja sig vera með rétta manninn til að sannfæra Svíann um að færa sig um set til Ítalíu. AC Milan hefur farið brösuglega af stað í ítölsku deildinni en meistararnir sitja í 6. sæti deildarinnar nú þegar landsleikahléið er að hefjast. Þar að auki er félagið í töluverðum meiðslavandræðum en til að mynda eru Davide Calabria, Alessandro Florenzi, Malick Thiaw og Ismael Bennacer frá vegna meiðsla. Forráðamenn AC Milan eru á höttunum á eftir styrkingu fyrir vörnina og vilja fá Svíann Victor Lindelöf frá Manchester United en Lindelöf hefur að mestu leyti mátt verma varamannabekkinn hjá United hingað til á tímabilinu. Samkvæmt Milan Live er það Zlatan Ibrahimovic, sem starfar sem ráðgjafi hjá Mílanóliðinu, sem á að sannfæra Lindelöf um að færa sig til Ítalíu en nágrannafélagið Inter ku einnig vera áhugasamt um þjónustu Lindelöf. Þeir léku saman hjá United og sænska landsliðinu á sínum tíma og vill Milan að Zlatan nýti sér samband sitt við Lindelöf sem er fyrirliði sænska landsliðsins. Samningur Lindelöf rennur út að tímabilinu loknu og ætlar Milan að reyna að fá Lindelöf frítt þegar samningurinn rennur út. Þeir gætu þó freistast til að ná samkomulagi við United um sanngjarnt kaupverð þegar glugginn opnar í janúar. Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira
AC Milan hefur farið brösuglega af stað í ítölsku deildinni en meistararnir sitja í 6. sæti deildarinnar nú þegar landsleikahléið er að hefjast. Þar að auki er félagið í töluverðum meiðslavandræðum en til að mynda eru Davide Calabria, Alessandro Florenzi, Malick Thiaw og Ismael Bennacer frá vegna meiðsla. Forráðamenn AC Milan eru á höttunum á eftir styrkingu fyrir vörnina og vilja fá Svíann Victor Lindelöf frá Manchester United en Lindelöf hefur að mestu leyti mátt verma varamannabekkinn hjá United hingað til á tímabilinu. Samkvæmt Milan Live er það Zlatan Ibrahimovic, sem starfar sem ráðgjafi hjá Mílanóliðinu, sem á að sannfæra Lindelöf um að færa sig til Ítalíu en nágrannafélagið Inter ku einnig vera áhugasamt um þjónustu Lindelöf. Þeir léku saman hjá United og sænska landsliðinu á sínum tíma og vill Milan að Zlatan nýti sér samband sitt við Lindelöf sem er fyrirliði sænska landsliðsins. Samningur Lindelöf rennur út að tímabilinu loknu og ætlar Milan að reyna að fá Lindelöf frítt þegar samningurinn rennur út. Þeir gætu þó freistast til að ná samkomulagi við United um sanngjarnt kaupverð þegar glugginn opnar í janúar.
Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira