Ekki er búist við öðru en að Mazraoui nái sér að fullu eftir aðgerðina og verði klár í slaginn á ný eftir nokkrar vikur.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mazraoui glímir við hjartavandamál en hann þurfti að taka sér hlé frá fótbolta í janúar í fyrra vegna hjartabólgna í kjölfar þess að hann fékk covid. Mazraoui var þá frá í nokkrar vikur.
United keypti Mazraoui frá Bayern München í ágúst fyrir 12,8 milljónir punda. Hann hefur leikið tíu leiki fyrir United í öllum keppnum á tímabilinu.
Fyrsti leikur United eftir landsleikjahléið er gegn Brentford laugardaginn 19. október.