Hlerunarbúnaður í klefa United á Villa Park tók upp ræður Ten Hag Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2024 09:30 Ten Hag á hliðarlínunni á Villa Park. Vísir/Getty Hlerunarbúnaði var komið fyrir í klefa Manchester United fyrir leik liðsins gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Ræður knattspyrnustjórans Erik Ten Hag heyrast vel á upptökum sem The Sun er með í sínum fórum. Hrekkjalómi tókst að plata starfsmenn á Villa Park heimavelli Aston Villa og koma fyrir hlerunarbúnaði tveimur dögum fyrir leik liðanna fyrir viku síðan. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Ræður Erik Ten Hag fyrir leikinn og í hálfleik voru teknar upp og eru forráðamenn United uggandi vegna atviksins. „Þetta er átakanlegur öryggisbrestur og vekur upp spurningar um hvernig svona lagað getur gerst. Sem betur fer voru afleiðingarnar ekki miklar,“ segir heimildamaður The Sun sem er með upptökurnar í sínum fórum. „Þetta var hrekkjalómur og hann er stuðningsmaður United, hann var að fíflast og langaði að heyra hvað var sagt í klefanum. En þetta vekur örugglega áhyggjur varðandi hvernig hann komst inn í klefa hjá einu stærsta félagi úrvalsdeildarinnar tveimur dögum fyrir leik.“ Kom aftur daginn eftir til að sækja búnaðinn Breski miðillinn The Sun er með afrit af upptökunum en hefur valið að birta þær ekki. Í frétt miðilsins kemur hins vegar fram að fyrirmæli knattspyrnustjórans Erik Ten Hag til liðsins og einstakra leikmanna heyrast skýrt og greinilega á upptökunni. Samkvæmt The Sun var notaður sími frá Kína sem er útbúinn stillingu þar sem hægt er að virkja míkrófón símans með því að hringja í hann. Síminn var festur með límbandi á stað í klefanum þar sem hann sást ekki og hringt var í hann þegar vitað var að Ten Hag væri í klefanum. Þá kemur fram að aðilinn sem er ábyrgur fyrir hrekknum hafi einnig gerst svo djarfur að koma aftur í klefann daginn eftir leik til að sækja símann. „Þeir eru ekki að reyna að skemma fyrir neinum“ Hrekkurinn kemur í kjölfar þess að forráðamenn úrvalsdeildarinnar hafa sent út viðvaranir til félaga í deildinni þar sem varað er við álíka atvikum á leikvöngum liðanna. Í maí tókst Youtube-stjörnunni Lizwani til dæmis að lauma sér inn og fá sér sæti í liðsrútu Manchester United þaðan sem honum var vísað út. „Þeir eru að gera þetta til að fá áhorf á Youtube og fá aðdáendur sína til að hlæja. Þeir eru ekki að reyna að skemma fyrir neinum,“ sagði aðili sem blaðamenn The Sun ræddu við. Manchester United hefur byrjað tímabilið skelfilega og er byrjunin sú versta í sögu félagsins í úrvalsdeildinni. United er í 14. sæti með aðeins átta stig eftir sjö leiki. Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Hrekkjalómi tókst að plata starfsmenn á Villa Park heimavelli Aston Villa og koma fyrir hlerunarbúnaði tveimur dögum fyrir leik liðanna fyrir viku síðan. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Ræður Erik Ten Hag fyrir leikinn og í hálfleik voru teknar upp og eru forráðamenn United uggandi vegna atviksins. „Þetta er átakanlegur öryggisbrestur og vekur upp spurningar um hvernig svona lagað getur gerst. Sem betur fer voru afleiðingarnar ekki miklar,“ segir heimildamaður The Sun sem er með upptökurnar í sínum fórum. „Þetta var hrekkjalómur og hann er stuðningsmaður United, hann var að fíflast og langaði að heyra hvað var sagt í klefanum. En þetta vekur örugglega áhyggjur varðandi hvernig hann komst inn í klefa hjá einu stærsta félagi úrvalsdeildarinnar tveimur dögum fyrir leik.“ Kom aftur daginn eftir til að sækja búnaðinn Breski miðillinn The Sun er með afrit af upptökunum en hefur valið að birta þær ekki. Í frétt miðilsins kemur hins vegar fram að fyrirmæli knattspyrnustjórans Erik Ten Hag til liðsins og einstakra leikmanna heyrast skýrt og greinilega á upptökunni. Samkvæmt The Sun var notaður sími frá Kína sem er útbúinn stillingu þar sem hægt er að virkja míkrófón símans með því að hringja í hann. Síminn var festur með límbandi á stað í klefanum þar sem hann sást ekki og hringt var í hann þegar vitað var að Ten Hag væri í klefanum. Þá kemur fram að aðilinn sem er ábyrgur fyrir hrekknum hafi einnig gerst svo djarfur að koma aftur í klefann daginn eftir leik til að sækja símann. „Þeir eru ekki að reyna að skemma fyrir neinum“ Hrekkurinn kemur í kjölfar þess að forráðamenn úrvalsdeildarinnar hafa sent út viðvaranir til félaga í deildinni þar sem varað er við álíka atvikum á leikvöngum liðanna. Í maí tókst Youtube-stjörnunni Lizwani til dæmis að lauma sér inn og fá sér sæti í liðsrútu Manchester United þaðan sem honum var vísað út. „Þeir eru að gera þetta til að fá áhorf á Youtube og fá aðdáendur sína til að hlæja. Þeir eru ekki að reyna að skemma fyrir neinum,“ sagði aðili sem blaðamenn The Sun ræddu við. Manchester United hefur byrjað tímabilið skelfilega og er byrjunin sú versta í sögu félagsins í úrvalsdeildinni. United er í 14. sæti með aðeins átta stig eftir sjö leiki.
Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti