Erlent

Vilja endur­reist æru þeirra sem neituðu að berjast

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Indónesar taka þátt í hefðbundnum leikjum árið 2022, til að fagna því að 77 voru liðin frá því að Indónesar fengu sjálfstæði.
Indónesar taka þátt í hefðbundnum leikjum árið 2022, til að fagna því að 77 voru liðin frá því að Indónesar fengu sjálfstæði. Getty/Anadolu/Suryanto

Fjölskyldur 20 manna sem voru fangelsaðir fyrir að neita að berjast fyrir yfirráðum Hollands á Indónesíu eftir seinni heimstyrjöldina krefjast þess að mennirnir verði hreinsaðir af sök.

Seinni tíma rannsóknir leiddu í ljós að hundruðir saklausra íbúa Indónesíu hefðu verið drepnir í hernaðaraðgerðum Hollendinga.

Mark Rutte, þáverandi forsætisráðherra, baðst afsökunar á framgöngu hollenskra stjórnvalda árið 2022 og sagði að ef þeir sem hefðu neitað að gegna herskyldu hefðu vitað af því sem fór fram fengju þeir uppreist æru.

Fjölskyldur mannanna krefjast þess nú að feður þeirra verði hreinsaðir af sök en þeir séu enn skráðir liðhlaupar, svikararar og heiglar. Nel Bak, 68 ára, vill að faðir hennar, Jan de Wit, fái sakaruppgjöf en hann var fylgjandi sjálfstæðisbaráttu Indónónesíu og neitað að taka þátt í að berja hana niður.

120 þúsund hermenn voru kvaddir í herinn á þessum tíma og eins og fyrr segir gekk nýlenduveldið harkalega fram gegn íbúum Indónesíu.

Elco van der Waals, 68 ára, hefur fengið afsökunarbeiðni fyrir fangelsun föður hans, sem var friðarsinni. Peter Hartog, 70 ára, vill hreinsa orðspor föður síns, sem áttaði sig á því að hann gæti ekki drepið mann þegar honum var skipað að stinga strámann á æfingu.

„Faðir minn stóð með ákvörðunum sínum og á skilið réttan stað í sögunni,“ segir Hartog.

Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×