Beckham sárnar hvernig fólk lítur á ferilinn hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2024 12:31 David Beckham í búningsklefanum á gamla Wembley eftir að Manchester United vann Newcastle United í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar vorið 1999. getty/John Peters David Beckham viðurkennir að honum sárni að fólk líti frekar á hann sem stjörnu en fótboltamann. Beckham var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. Hann var til að mynda í 2. sæti í valinu fyrir Gullboltann 1999, sama ár og Manchester United vann þrennuna. Hinn 49 ára Beckham er þó ekki síður þekktur fyrir lífið utan vallar. Og honum finnst að það skyggi á fótboltaferilinn. „Ég get ekki logið því. Það svíður aðeins. Því í gegnum árin hefur sennilega verið talað meira um þann hluta,“ sagði Beckham í viðtali við Rio Ferdinand, fyrrverandi samherja sinn hjá United og enska landsliðinu. „En ég geri ráð fyrir að það yrði alltaf minnst á það á einhverjum tímapunkti út af ferlinum sem ég átti. Ég var með eitthvað utan vallar sem var ekki jafn mikilvægt og fótboltinn en ég vinn við núna. Ég vissi að einhvern tímann þegar ég hætti að spila myndi ég leggja viðskiptin fyrir mig og það sem ég gerði á fótboltaferlinum myndi hjálpa mér með það.“ Minntu fólk á leikmanninn Beckham telur þó að Netflix heimildaþættirnir um hann hafa varpað ljósi á hversu góður fótboltamaður hann var og kynnt ferilinn hans fyrir yngri kynslóðum. „Ég er mjög lánsamur en augljóslega myndi ég frekar vilja að fólk segði að ég væri frábær leikmaður og frábær manneskja,“ sagði Beckham. „En fólk er farið að tala meira á þeim nótum. Þættirnir eiga sinn þátt í því. Þeir minntu fólk kannski á leikmanninn sem ég var.“ Beckham er í dag forseti og meðeigandi Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum auk þess að vera stjórnandi og meðeigandi enska D-deildarliðsins Salford City með nokkrum fyrrverandi samherjum sínum hjá United. Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Beckham var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. Hann var til að mynda í 2. sæti í valinu fyrir Gullboltann 1999, sama ár og Manchester United vann þrennuna. Hinn 49 ára Beckham er þó ekki síður þekktur fyrir lífið utan vallar. Og honum finnst að það skyggi á fótboltaferilinn. „Ég get ekki logið því. Það svíður aðeins. Því í gegnum árin hefur sennilega verið talað meira um þann hluta,“ sagði Beckham í viðtali við Rio Ferdinand, fyrrverandi samherja sinn hjá United og enska landsliðinu. „En ég geri ráð fyrir að það yrði alltaf minnst á það á einhverjum tímapunkti út af ferlinum sem ég átti. Ég var með eitthvað utan vallar sem var ekki jafn mikilvægt og fótboltinn en ég vinn við núna. Ég vissi að einhvern tímann þegar ég hætti að spila myndi ég leggja viðskiptin fyrir mig og það sem ég gerði á fótboltaferlinum myndi hjálpa mér með það.“ Minntu fólk á leikmanninn Beckham telur þó að Netflix heimildaþættirnir um hann hafa varpað ljósi á hversu góður fótboltamaður hann var og kynnt ferilinn hans fyrir yngri kynslóðum. „Ég er mjög lánsamur en augljóslega myndi ég frekar vilja að fólk segði að ég væri frábær leikmaður og frábær manneskja,“ sagði Beckham. „En fólk er farið að tala meira á þeim nótum. Þættirnir eiga sinn þátt í því. Þeir minntu fólk kannski á leikmanninn sem ég var.“ Beckham er í dag forseti og meðeigandi Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum auk þess að vera stjórnandi og meðeigandi enska D-deildarliðsins Salford City með nokkrum fyrrverandi samherjum sínum hjá United.
Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira