Líkir Jürgen Klopp við Jordan Henderson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2024 07:32 Jürgen Klopp og Jordan Henderson þegar þeir voru báðir í leiðtogahlutverki hjá Liverpool. Getty/Sebastian Frej Jürgen Klopp og Jordan Henderson upplifðu frábæra tíma saman sem knattspyrnustjóri og fyrirliði Liverpool. Liverpool vann marga titla á þeim tíma. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa tekið umdeilda ákvörðun sem sumir telja að hafa skaðað orðspor þeirra. Blaðamaðurinn Simon Hughes segir að nýjast útspil Klopp, um að taka við starfi hjá Red Bull fótboltaveldinu, minni hann á þegar Jordan Henderson elti peningana til Sádí-Arabíu. „Hann talaði fyrir einu en gerði svo algjöra andstöðu þess,“ sagði Simon Hughes. Henderson yfirgaf Liverpool fyrir peningana í Sádí-Arabíu. Maðurinn sem hafði leitt Liverpool liðið og látið verkin tala inn á vellinum lét freistast af gylliboðum Arabanna. Ævintýri hans í Sádi-Arabíu var þó afar stutt og áður en tímabilið var liðið þá var hann kominn aftur til Evrópu. Hann samdi við hollenska félagið Ajax þar sem hann spilar enn. Það er engin spurning um það að Henderson er ekki litinn sömu augum í dag og þegar leit út fyrir að hann ætlaði að enda ferilinn hjá Liverpool. Margir stuðningsmenn Liverpool grétu líka þegar Jürgen Klopp hætti sem stjóri liðsins en hann var ekki lengi í burtu frá fótboltanum. Klopp mun taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu í upphafi nýs árs. Red Bull á félög í nokkrum löndum og eru Red Bull Leipzig í Þýskalandi og Red Bull Salzburg í Austurríki þeirra stærst. Ákvörðun Klopp hefur fengið töluverða gagnrýni í Þýskalandi sem og víðar en hvergi meiri en hjá aðdáendum Mainz og Dortmund, liðum sem Klopp stýrði um árabil. Klopp hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Þessi orð hans eru nú að bíta hann í rassinn. Stuðningsmenn Dortmund hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og segja hræsni Klopp mikla. Stuðningsmenn Mainz létu goðsögn félagsins líka heyra það á borðum sínum í síðasta leik. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Blaðamaðurinn Simon Hughes segir að nýjast útspil Klopp, um að taka við starfi hjá Red Bull fótboltaveldinu, minni hann á þegar Jordan Henderson elti peningana til Sádí-Arabíu. „Hann talaði fyrir einu en gerði svo algjöra andstöðu þess,“ sagði Simon Hughes. Henderson yfirgaf Liverpool fyrir peningana í Sádí-Arabíu. Maðurinn sem hafði leitt Liverpool liðið og látið verkin tala inn á vellinum lét freistast af gylliboðum Arabanna. Ævintýri hans í Sádi-Arabíu var þó afar stutt og áður en tímabilið var liðið þá var hann kominn aftur til Evrópu. Hann samdi við hollenska félagið Ajax þar sem hann spilar enn. Það er engin spurning um það að Henderson er ekki litinn sömu augum í dag og þegar leit út fyrir að hann ætlaði að enda ferilinn hjá Liverpool. Margir stuðningsmenn Liverpool grétu líka þegar Jürgen Klopp hætti sem stjóri liðsins en hann var ekki lengi í burtu frá fótboltanum. Klopp mun taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu í upphafi nýs árs. Red Bull á félög í nokkrum löndum og eru Red Bull Leipzig í Þýskalandi og Red Bull Salzburg í Austurríki þeirra stærst. Ákvörðun Klopp hefur fengið töluverða gagnrýni í Þýskalandi sem og víðar en hvergi meiri en hjá aðdáendum Mainz og Dortmund, liðum sem Klopp stýrði um árabil. Klopp hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Þessi orð hans eru nú að bíta hann í rassinn. Stuðningsmenn Dortmund hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og segja hræsni Klopp mikla. Stuðningsmenn Mainz létu goðsögn félagsins líka heyra það á borðum sínum í síðasta leik. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira