Jón Daði spilar fyrir Hollywood-liðið Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2024 16:33 Jón Daði Böðvarsson er orðinn leikmaður Wrexham í Englandi. Wrexham Jón Daði Böðvarsson, sem verið hefur í hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út í sumar, hefur skrifað undir skammtímasamning við enska knattspyrnufélagið Wrexham. Wrexham, sem er staðsett í Wales, leikur í C-deild Englands, sömu deild og Jón Daði lék í með Bolton. Wrexham er í baráttu um að komast upp í næstefstu deild og er sem stendur í næstefsta sæti með 24 stig eftir tólf leiki, fjórum stigum á eftir Birmingham en þar spila þeir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted. Wrexham er í eigu Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, sem eignuðust félagið árið 2020, þegar það var í E-deild. Það hefur svo einnig skapað sér miklar vinsældir um allan heim með heimildaþáttunum Welcome to Wrexham. „Það er frábært að vera kominn í félag eins og Wrexham. Núna þekkja allir sögu félagsins og þetta er bara mjög spennandi félag til að tilheyra. Ég er himinlifandi með að vera hér og vonandi get ég hjálpað félaginu að ná enn frekari árangri,“ sagði Jón Daði sem hefur verið á Íslandi síðustu mánuði. Hann er feginn að vera mættur aftur í boltann. View this post on Instagram A post shared by Wrexham AFC (@wrexham_afc) „Það er gott að vera mættur aftur í búningsklefann, ég hef saknað þess. Ég held að konan mín hafi verið að klikkast! Ég hef æft og haldið mér í standi en það er gott að vera kominn aftur í þetta umhverfi til að ná aftur fram mínu besta.“ Jón Daði, sem á að baki 64 A-landsleiki og tvö stórmót, hefur spilað á Englandi frá árinu 2016, með Wolves, Reading, Millwall og Bolton. Áður lék hann með Kaiserslautern í Þýskalandi og Viking í Noregi, en hann hóf ferilinn heima á Selfossi. Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Wrexham, sem er staðsett í Wales, leikur í C-deild Englands, sömu deild og Jón Daði lék í með Bolton. Wrexham er í baráttu um að komast upp í næstefstu deild og er sem stendur í næstefsta sæti með 24 stig eftir tólf leiki, fjórum stigum á eftir Birmingham en þar spila þeir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted. Wrexham er í eigu Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, sem eignuðust félagið árið 2020, þegar það var í E-deild. Það hefur svo einnig skapað sér miklar vinsældir um allan heim með heimildaþáttunum Welcome to Wrexham. „Það er frábært að vera kominn í félag eins og Wrexham. Núna þekkja allir sögu félagsins og þetta er bara mjög spennandi félag til að tilheyra. Ég er himinlifandi með að vera hér og vonandi get ég hjálpað félaginu að ná enn frekari árangri,“ sagði Jón Daði sem hefur verið á Íslandi síðustu mánuði. Hann er feginn að vera mættur aftur í boltann. View this post on Instagram A post shared by Wrexham AFC (@wrexham_afc) „Það er gott að vera mættur aftur í búningsklefann, ég hef saknað þess. Ég held að konan mín hafi verið að klikkast! Ég hef æft og haldið mér í standi en það er gott að vera kominn aftur í þetta umhverfi til að ná aftur fram mínu besta.“ Jón Daði, sem á að baki 64 A-landsleiki og tvö stórmót, hefur spilað á Englandi frá árinu 2016, með Wolves, Reading, Millwall og Bolton. Áður lék hann með Kaiserslautern í Þýskalandi og Viking í Noregi, en hann hóf ferilinn heima á Selfossi.
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira