Enski boltinn

Segir Man. United menn hafa verið beitta al­var­legu ó­rétt­læti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthijs de Ligt bendir David Coote dómara hér réttilega á það að boltinn fór í hendi leikmanns West Ham fyrir meint brot.
Matthijs de Ligt bendir David Coote dómara hér réttilega á það að boltinn fór í hendi leikmanns West Ham fyrir meint brot. Getty/James Gill

Manchester United tapaði enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í gær en núna á mjög umdeildri vítaspyrnu sem myndbandsdómarinn pressaði á að dæma.

David Coote, dómari leiksins dæmdi ekki víti í umræddu atviki en myndbandsdómararnir kölluðu á hann í skjáinn. Coote horfði mörgum sinnum á atvikið og ákvað loksins að dæma víti.

Phil McNulty, yfirmaður umfjöllunar um knattspyrnu hjá breska ríkisútvarpinu, sat fyrir svörum á BBC vefnum og hann var ekki í nokkrum vafa um að þetta hafi ekki verið víti.

„Ég er sammála þeim sem segja að þessi vítadómur hafi verið hræðileg ákvörðun,“ skrifaði McNulty þegar hann varð spurður út í dóminn sem skilaði West Ham víti og 2-1 sigri á United.

„Þetta var aldrei vítaspyrna og það var rétt hjá David Coote að dæma ekki víti. Það er mér óskiljanlegt af hverju Michael Oliver, myndbandsdómari leiksins, þurfti að fara að skipta sér að þessu,“ skrifaði McNulty.

„Fyrir mér þá voru Matthijs de Ligt og United menn beittir þarna alvarlegu óréttlæti,“ skrifaði McNulty.

„Þarna var Varsjáin að gera algjöra andstæðu þess sem hún að að vera gera. Það var áhersluatriði fyrir tímabilið að VAR eigi ekki að skipta sér að dómum nema að það séu óyggjandi sannanir fyrir röngum dómi. Án áreiðanlegra og skýlausra sannana þá á ákvörðun dómarans að standa,“ skrifaði McNulty eins og sjá má hér fyrir neðan.

BBC Sport



Fleiri fréttir

Sjá meira


×