Segja Man. Utd með fimm manna lista en hver er líklegastur? Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2024 13:36 Ruud van Nistelrooy gæti mögulega tryggt sér starfið til frambúðar ef hann stendur sig sem tímabundinn stjóri Manchester United. Getty/John Walton Manchester United er nú í leit að nýjum knattspyrnustjóra til frambúðar, eftir að Hollendingurinn Erik ten Hag fékk að vita það í morgun að hann hefði verið rekinn. Ljóst er að Ruud van Nistelrooy mun stýra United að minnsta kosti tímabundið, eftir að hafa verið aðstoðarstjóri, en liðið á fyrir höndum leiki gegn Leicester í deildabikarnum á miðvikudagskvöld, við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag, og við PAOK í Evrópudeildinni fimmtudaginn 7. nóvember. Það að hafa Nistelrooy gefur United svigrúm til að taka sér tíma í að ráða næsta knattspyrnustjóra, en samkvæmt veðbönkum í dag er Nistelrooy reyndar talinn líklegastur sem framtíðarstjóri félagsins. Þessi 48 ára Hollendingur raðaði inn mörkum fyrir United á árunum 2001-2006 og hefur þjálfað hjá PSV Eindhoven eftir að skórnir fóru upp í hillu. Hann stýrði þar yngri liðum en tók svo við aðalliði félagsins í mars 2022, áður en hann hætti rúmu ári síðar, eftir að hafa gert PSV að bikarmeistara, og bar fyrir sig skort á stuðningi stjórnenda. Hann var svo ráðinn til United í sumar. Fyrir utan Nistelrooy eru Spánverjinn Xavi, Englendingarnir Gareth Southgate og Graham Potter, Daninn Thomas Frank og Portúgalinn Ruben Amorim einna helst nefndir til sögunnar og efstir í veðbönkum yfir mögulega arftaka Ten Hag. Gareth Southgate bíður mögulega við símann.Getty/Dave Benett Potter var rekinn frá Chelsea í apríl 2023 og er enn án starfs. Áður hafði hann náð afar eftirtektarverðum árangri, fyrst með sænska smáliðinu Östersund og svo sem stjóri Swansea og Brighton. Thomas Frank hefur þótt gera góða hluti með Brentford sem hann kom upp og festi í sessi í ensku úrvalsdeildinni. Það myndi þó kosta sitt fyrir United að losa hann frá Brentford. Amorim var sterklega orðaður við Liverpool áður en félagið réði Arne Slot. Hann stýrði Sporting Lissabon til portúgalska meistaratitilsins árið 2021, aðeins 36 ára gamall, eftir nítján ára bið félagsins, og vann titilinn aftur á síðustu leiktíð. Hann er með samning við Sporting sem gildir til sumarsins 2026. Southgate er án starfs eftir að hafa stýrt enska landsliðinu og nú síðast komið því í úrslitaleik Evrópumótsins í sumar, þar sem það tapaði fyrir Spáni. Xavi stýrði Barcelona til spænska meistaratitilsins á tveimur og hálfu ári sem stjóri félags í mikilli fjárhagskrísu, áður en hann hætti síðasta vor. Sky Sports segir að United sé með fimm manna lista til að vinna út frá en telur þó ekki upp nöfnin á þeim lista. Á meðal annarra sem nefndir hafa verið til sögunnar, fyrir utan þá sem taldir eru upp hér að ofan, eru Kieran McKenna, Zinedine Zidane, Simone Inzaghi, Michael Carrick, Julian Nagelsmann, Edin Terzic og Roberto de Zerbi. Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Ljóst er að Ruud van Nistelrooy mun stýra United að minnsta kosti tímabundið, eftir að hafa verið aðstoðarstjóri, en liðið á fyrir höndum leiki gegn Leicester í deildabikarnum á miðvikudagskvöld, við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag, og við PAOK í Evrópudeildinni fimmtudaginn 7. nóvember. Það að hafa Nistelrooy gefur United svigrúm til að taka sér tíma í að ráða næsta knattspyrnustjóra, en samkvæmt veðbönkum í dag er Nistelrooy reyndar talinn líklegastur sem framtíðarstjóri félagsins. Þessi 48 ára Hollendingur raðaði inn mörkum fyrir United á árunum 2001-2006 og hefur þjálfað hjá PSV Eindhoven eftir að skórnir fóru upp í hillu. Hann stýrði þar yngri liðum en tók svo við aðalliði félagsins í mars 2022, áður en hann hætti rúmu ári síðar, eftir að hafa gert PSV að bikarmeistara, og bar fyrir sig skort á stuðningi stjórnenda. Hann var svo ráðinn til United í sumar. Fyrir utan Nistelrooy eru Spánverjinn Xavi, Englendingarnir Gareth Southgate og Graham Potter, Daninn Thomas Frank og Portúgalinn Ruben Amorim einna helst nefndir til sögunnar og efstir í veðbönkum yfir mögulega arftaka Ten Hag. Gareth Southgate bíður mögulega við símann.Getty/Dave Benett Potter var rekinn frá Chelsea í apríl 2023 og er enn án starfs. Áður hafði hann náð afar eftirtektarverðum árangri, fyrst með sænska smáliðinu Östersund og svo sem stjóri Swansea og Brighton. Thomas Frank hefur þótt gera góða hluti með Brentford sem hann kom upp og festi í sessi í ensku úrvalsdeildinni. Það myndi þó kosta sitt fyrir United að losa hann frá Brentford. Amorim var sterklega orðaður við Liverpool áður en félagið réði Arne Slot. Hann stýrði Sporting Lissabon til portúgalska meistaratitilsins árið 2021, aðeins 36 ára gamall, eftir nítján ára bið félagsins, og vann titilinn aftur á síðustu leiktíð. Hann er með samning við Sporting sem gildir til sumarsins 2026. Southgate er án starfs eftir að hafa stýrt enska landsliðinu og nú síðast komið því í úrslitaleik Evrópumótsins í sumar, þar sem það tapaði fyrir Spáni. Xavi stýrði Barcelona til spænska meistaratitilsins á tveimur og hálfu ári sem stjóri félags í mikilli fjárhagskrísu, áður en hann hætti síðasta vor. Sky Sports segir að United sé með fimm manna lista til að vinna út frá en telur þó ekki upp nöfnin á þeim lista. Á meðal annarra sem nefndir hafa verið til sögunnar, fyrir utan þá sem taldir eru upp hér að ofan, eru Kieran McKenna, Zinedine Zidane, Simone Inzaghi, Michael Carrick, Julian Nagelsmann, Edin Terzic og Roberto de Zerbi.
Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira