Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2024 16:02 Cole Palmer fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Chelsea í gær. Hann tryggði liði sínu þá sigur á Newcastle United. Getty/Joe Prior Cole Palmer tryggði Chelsea sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær og þetta var ekki í fyrsta sinn sem strákurinn gerir gæfumuninn í leikjum liðsins. Eftir leikinn var Palmer líkt við Chelsea goðsögnina Gianfranco Zola sem er vinsælasti leikmaður félagsins fyrr eða síðar. Þeir sem fylgdust með Chelaea fyrir og eftir aldarmótin þekkja vel hetjudáðir Zola sem lék með Chelsea frá 1996 til 2003. "I know he's an icon on FIFA" 🎮 😂Cole Palmer 🤝 Gianfranco Zola#BBCFootball #MOTD2 pic.twitter.com/uzrjFaejcz— Match of the Day (@BBCMOTD) October 28, 2024 Þegar Ítalinn yfirgaf félagið sumarið 2003 þá var umræddur Cole Palmer aðeins eins árs. Palmer þekkti nafnið hans en þó frá öðru en að sjá hann spila. „Ég veit að hann var goðsögn í FIFA-leiknum þannig að hann hlýtur að hafa verið góður,“ sagði Palmer þegar hann var spurður út í samanburðinn. „Ef ég segi alveg eins og er þá sá ég hann aldrei spila. Allir segja að hann hafi verið frábær leikmaður, þannig að ég segi bara takk fyrir,“ sagði Palmer. Palmer var að skora sitt sjöunda mark í níu leikjum á leiktíðinni. Hann fékk boltann á miðjunni, lék upp á vítateignum og lagði hann laglega í markið. Hann var með 22 mörk og 11 stoðsendingar á sínu fyrsta tímabilið með Chelsea og hefur fylgt því eftir með frábærri byrjun á þessari leiktíð. Auk sjö marka í vetur þá er hann einnig með fimm stoðsendingar. Chelsea hefur skorað 19 mörk og Palmer hefur komið með beinum hætti að 63 prósent þeirra. Cole Palmer on being compared to Gianfranco Zola 😅 pic.twitter.com/AbqajUPmTI— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 28, 2024 <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zfk-TaKe5NM">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Eftir leikinn var Palmer líkt við Chelsea goðsögnina Gianfranco Zola sem er vinsælasti leikmaður félagsins fyrr eða síðar. Þeir sem fylgdust með Chelaea fyrir og eftir aldarmótin þekkja vel hetjudáðir Zola sem lék með Chelsea frá 1996 til 2003. "I know he's an icon on FIFA" 🎮 😂Cole Palmer 🤝 Gianfranco Zola#BBCFootball #MOTD2 pic.twitter.com/uzrjFaejcz— Match of the Day (@BBCMOTD) October 28, 2024 Þegar Ítalinn yfirgaf félagið sumarið 2003 þá var umræddur Cole Palmer aðeins eins árs. Palmer þekkti nafnið hans en þó frá öðru en að sjá hann spila. „Ég veit að hann var goðsögn í FIFA-leiknum þannig að hann hlýtur að hafa verið góður,“ sagði Palmer þegar hann var spurður út í samanburðinn. „Ef ég segi alveg eins og er þá sá ég hann aldrei spila. Allir segja að hann hafi verið frábær leikmaður, þannig að ég segi bara takk fyrir,“ sagði Palmer. Palmer var að skora sitt sjöunda mark í níu leikjum á leiktíðinni. Hann fékk boltann á miðjunni, lék upp á vítateignum og lagði hann laglega í markið. Hann var með 22 mörk og 11 stoðsendingar á sínu fyrsta tímabilið með Chelsea og hefur fylgt því eftir með frábærri byrjun á þessari leiktíð. Auk sjö marka í vetur þá er hann einnig með fimm stoðsendingar. Chelsea hefur skorað 19 mörk og Palmer hefur komið með beinum hætti að 63 prósent þeirra. Cole Palmer on being compared to Gianfranco Zola 😅 pic.twitter.com/AbqajUPmTI— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 28, 2024 <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zfk-TaKe5NM">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira