Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2024 12:02 Rúben Amorim hefur gert góða hluti með Sporting undanfarin fjögur ár. getty/Gualter Fatia Paul Scholes, einn leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, er ekki alveg sannfærður um ágæti Rúbens Amorim sem félagið vill fá sem næsta knattspyrnustjóra. United er í stjóraleit eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn á mánudaginn. Amorim, sem hefur stýrt Sporting í Portúgal síðan 2020, er efstur á blaði forráðamanna United og félagið hefur sett sig í samband við Sporting. United ku vera tilbúið að greiða tíu milljóna evra riftunarákvæði í samningi Amorims við Sporting. Scholes finnst umræðan um Amorim og væntanlega ráðningu hans minna á þegar Ten Hag var ráðinn stjóri United fyrir tveimur árum. „Ég er sammála um Rúben Amorim. Umtalið minnir um margt á Erik ten Hag,“ sagði Scholes í The Overlap á Sky. „Við á Englandi horfum ekki mikið á portúgalskan fótbolta svo við vitum ekki mikið. Við höfum séð þá smá í Evrópukeppni og allt sem við höfum heyrt er gott - spennandi fótbolti, þrír í vörn og halda boltanum - eitthvað sem United gerir ekki. Ef hann kemur inn og innleiðir þetta gæti það verið spennandi,“ sagði Scholes við. Staðfesti áhuga United Amorim tjáði sig aðeins um áhuga United eftir leik Sporting og Nacional í portúgalska deildabikarnum í gær. „Það er áhugi frá Manchester United en þetta er og þarf að vera mín ákvörðun. Áður en allt er komið á hreint þá mun ég ekki ræða þetta. Ég hef ekkert að segja,“ sagði Amorim meðal annars. „Ég geri bara það sem ég vil gera og hef alltaf gert. Það er félag sem er áhugasamt og hefur haft samband við klúbbinn. Þeir eru tilbúnir að kaupa mig út úr samningi mínum hér. Ég stjórna ekki því. Við sjáum til hvað gerist á næstu dögun. Mín einbeiting er á það að undirbúa liðið mitt fyrir leikinn á móti Estreia Armadora á föstudaginn,“ sagði bætti Portúgalinn við. Amorim tók við Sporting í mars 2020. Undir hans stjórn hefur liðið unnið portúgalska meistaratitilinn í tvígang og deildabikarinn tvisvar. Hann stýrði Braga einnig til sigurs í deildabikarnum skömmu áður en hann tók við Sporting. Amorim stýrði Braga aðeins í þrettán leikjum en það var nóg til að heilla forráðamenn Sporting. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hags, stýrir United gegn Leicester City í 4. umferð enska deildabikarsins í kvöld. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
United er í stjóraleit eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn á mánudaginn. Amorim, sem hefur stýrt Sporting í Portúgal síðan 2020, er efstur á blaði forráðamanna United og félagið hefur sett sig í samband við Sporting. United ku vera tilbúið að greiða tíu milljóna evra riftunarákvæði í samningi Amorims við Sporting. Scholes finnst umræðan um Amorim og væntanlega ráðningu hans minna á þegar Ten Hag var ráðinn stjóri United fyrir tveimur árum. „Ég er sammála um Rúben Amorim. Umtalið minnir um margt á Erik ten Hag,“ sagði Scholes í The Overlap á Sky. „Við á Englandi horfum ekki mikið á portúgalskan fótbolta svo við vitum ekki mikið. Við höfum séð þá smá í Evrópukeppni og allt sem við höfum heyrt er gott - spennandi fótbolti, þrír í vörn og halda boltanum - eitthvað sem United gerir ekki. Ef hann kemur inn og innleiðir þetta gæti það verið spennandi,“ sagði Scholes við. Staðfesti áhuga United Amorim tjáði sig aðeins um áhuga United eftir leik Sporting og Nacional í portúgalska deildabikarnum í gær. „Það er áhugi frá Manchester United en þetta er og þarf að vera mín ákvörðun. Áður en allt er komið á hreint þá mun ég ekki ræða þetta. Ég hef ekkert að segja,“ sagði Amorim meðal annars. „Ég geri bara það sem ég vil gera og hef alltaf gert. Það er félag sem er áhugasamt og hefur haft samband við klúbbinn. Þeir eru tilbúnir að kaupa mig út úr samningi mínum hér. Ég stjórna ekki því. Við sjáum til hvað gerist á næstu dögun. Mín einbeiting er á það að undirbúa liðið mitt fyrir leikinn á móti Estreia Armadora á föstudaginn,“ sagði bætti Portúgalinn við. Amorim tók við Sporting í mars 2020. Undir hans stjórn hefur liðið unnið portúgalska meistaratitilinn í tvígang og deildabikarinn tvisvar. Hann stýrði Braga einnig til sigurs í deildabikarnum skömmu áður en hann tók við Sporting. Amorim stýrði Braga aðeins í þrettán leikjum en það var nóg til að heilla forráðamenn Sporting. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hags, stýrir United gegn Leicester City í 4. umferð enska deildabikarsins í kvöld.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira