Enski boltinn

Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bukayo Saka og félagar í Arsenal mæta öðru Lundúnaliði í átta liða úrslitunum því þeir drógust á móti Crystal Palace.
Bukayo Saka og félagar í Arsenal mæta öðru Lundúnaliði í átta liða úrslitunum því þeir drógust á móti Crystal Palace. Getty/Stuart MacFarlane

Sextán liða úrslit enska deildabikarsins í fótbolta kláruðust í gærkvöldi þar sem lið eins og Manchester City og Chelsea duttu út úr keppni. Það var líka dregið í átta liða úrslitin.

Tottenham sló Manchester City út úr keppninni í gærkvöldi en fær að launum að glíma við hitt Manchester liðið í næstu umferð. Tottenham tekur á móti Manchester United í átta liða úrslitunum.

Liverpool mun heimsækja Southampton, Arsenal tekur á móti Crystal Palace og Newcastle fær heimaleik á móti Brentford.

Þetta er í fyrsta sinn í fjórtán ár þar sem öll átta liðin spila í ensku úrvalsdeildinni því ekkert lið úr neðri deildunum er eftir í keppninni.

Átta liða úrslitin fara fram í kringum 16. desember næstkomandi.

  • Leikir í átta liða úrslitum enska deildabikarsins:
  • Tottenham - Manchester United
  • Arsenal - Crystal Palace
  • Newcastle - Brentford
  • Southampton - Liverpool



Fleiri fréttir

Sjá meira


×