Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. nóvember 2024 17:19 Chris Wood hefur skorað átta mörk í fyrstu tíu leikjum tímabilsins. Michael Regan/Getty Images Nottingham Forest fór upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri gegn West Ham. Southampton tók á móti Everton og vann sinn fyrsta leik á tímabilinu, líkt og Ipswich vonaðist til gegn Leicester en þeir skoruðu jöfnunarmark í uppbótartíma. Ipswich – Leicester 1-1 Gestirnir frá Leicester byrjuðu mun betur fyrstu tuttugu mínúturnar en eftir það voru heimamenn Ipswich við völd. Þó nokkur færi litu dagsins ljós á báðum endum vallarins, Ipswich átti tíu skot og Leicester fimm skot í fyrri hálfleik. Ísinn var svo brotinn af heimamönnum í upphafi seinni hálfleiks, á 55. mínútu. Sam Morsy sá hlaup vinstri bakvarðarins og skipti boltanum yfir, Leif Davies var ekkert að tvínóna við og klippti boltann í fyrstu snertingu í netið. Landslag leiksins gjörbreyttist á 77. mínútu þegar Kalvin Phillips fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Ipswich lagðist með alla tíu mennina í teiginn og Leicester reyndi að nýta sér mismuninn til að skora jöfnunarmarkið. Kalvin Phillips var látinn fara af velli.Stephen Pond/Getty Images Það datt loks á fimmtu mínútu uppbótartíma, Jamie Vardy gerði vel og lagði upp á Jordan Ayew sem skoraði enn eitt markið í uppbótartíma fyrir Leicester. Ipswich tókst því ekki að vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu, liðið er með fimm stig í átjánda sæti deildarinnar. Leicester er fimm stigum ofar í fimmtánda sæti. Jordan Ayew jafnaði í uppbótartíma.Mark Leech/Offside/Offside via Getty Images Nott. Forest – West Ham 3-0 Forest var mun betri aðilinn frá upphafi og West Ham átti ekki skot fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Chris Wood hafði þá komið heimamönnum yfir á 27. mínútu, rétt eftir að hafa klúðrað dauðafæri. Hann hitti markið með kollspyrnu af örstuttu færi eftir flotta fyrirgjöf á fjærstöngina frá vinstri bakverðinum Alex Moreno. Rétt áður en hálfleiksflautið gall missti West Ham mann af velli, Edson Álvarez leit sitt annað gula spjald eftir seina og glæfralega tæklingu á Anthony Elanga. Edson Alvarez var rekinn útaf rétt fyrir hálfleik.Michael Regan/Getty Images Brött brekka blasti því við West Ham í seinni hálfleik og ekki batnaði það þegar Forest tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu. Elliot Anderson var þá nýstiginn inn á völlinn og fann Callum Hudson-Odoi með sinni fyrstu snertingu. Sá síðarnefndi skaut frábæru skoti við vítateigslínuna sem söng í netinu. Ola Aina rak smiðshöggið á 78. mínútu með frábæru skoti við vítateigshornið sem flaug af vinstri fæti upp í fjærhornið. Nottingham Forest fór þar með upp í þriðja sæti deildarinnar, stigi ofar en Arsenal fjórum stigum á eftir Englandsmeisturum Manchester City og sex stigum frá toppliði Liverpool. Southampton – Everton 1-0 Fyrri hálfleikur bauð upp á lítið fjör og fá færi. Southampton virtist örlítið sterkari aðilinn og ógnaði aðeins en lyktin af markalausu jafntefli var yfirgnæfandi. Allt þar til á 85. mínútu þegar Adam Armstrong skoraði eina mark leiksins eftir háa fyrirgjöf á fjærstöngina frá vinstri vængbakverðinum Yukinari Sugawara. Adam Armstrong skoraði sigurmarkið.Charlie Crowhurst/Getty Images Everton hélt að Beto hefði skorað jöfnunarmark á 89. mínútu en eftir skoðun myndbandsdómara var það dæmt af. Jöfnunarmark Beto fékk ekki að standa.Visionhaus/Getty Images Southampton slapp því með eins marks sigur en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu og tók það upp í nítjánda sæti, tveimur stigum ofar en Wolves sem mætir Crystal Palace á heimavelli í kvöld. Everton er í sextánda sæti með níu stig. Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Ipswich – Leicester 1-1 Gestirnir frá Leicester byrjuðu mun betur fyrstu tuttugu mínúturnar en eftir það voru heimamenn Ipswich við völd. Þó nokkur færi litu dagsins ljós á báðum endum vallarins, Ipswich átti tíu skot og Leicester fimm skot í fyrri hálfleik. Ísinn var svo brotinn af heimamönnum í upphafi seinni hálfleiks, á 55. mínútu. Sam Morsy sá hlaup vinstri bakvarðarins og skipti boltanum yfir, Leif Davies var ekkert að tvínóna við og klippti boltann í fyrstu snertingu í netið. Landslag leiksins gjörbreyttist á 77. mínútu þegar Kalvin Phillips fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Ipswich lagðist með alla tíu mennina í teiginn og Leicester reyndi að nýta sér mismuninn til að skora jöfnunarmarkið. Kalvin Phillips var látinn fara af velli.Stephen Pond/Getty Images Það datt loks á fimmtu mínútu uppbótartíma, Jamie Vardy gerði vel og lagði upp á Jordan Ayew sem skoraði enn eitt markið í uppbótartíma fyrir Leicester. Ipswich tókst því ekki að vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu, liðið er með fimm stig í átjánda sæti deildarinnar. Leicester er fimm stigum ofar í fimmtánda sæti. Jordan Ayew jafnaði í uppbótartíma.Mark Leech/Offside/Offside via Getty Images Nott. Forest – West Ham 3-0 Forest var mun betri aðilinn frá upphafi og West Ham átti ekki skot fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Chris Wood hafði þá komið heimamönnum yfir á 27. mínútu, rétt eftir að hafa klúðrað dauðafæri. Hann hitti markið með kollspyrnu af örstuttu færi eftir flotta fyrirgjöf á fjærstöngina frá vinstri bakverðinum Alex Moreno. Rétt áður en hálfleiksflautið gall missti West Ham mann af velli, Edson Álvarez leit sitt annað gula spjald eftir seina og glæfralega tæklingu á Anthony Elanga. Edson Alvarez var rekinn útaf rétt fyrir hálfleik.Michael Regan/Getty Images Brött brekka blasti því við West Ham í seinni hálfleik og ekki batnaði það þegar Forest tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu. Elliot Anderson var þá nýstiginn inn á völlinn og fann Callum Hudson-Odoi með sinni fyrstu snertingu. Sá síðarnefndi skaut frábæru skoti við vítateigslínuna sem söng í netinu. Ola Aina rak smiðshöggið á 78. mínútu með frábæru skoti við vítateigshornið sem flaug af vinstri fæti upp í fjærhornið. Nottingham Forest fór þar með upp í þriðja sæti deildarinnar, stigi ofar en Arsenal fjórum stigum á eftir Englandsmeisturum Manchester City og sex stigum frá toppliði Liverpool. Southampton – Everton 1-0 Fyrri hálfleikur bauð upp á lítið fjör og fá færi. Southampton virtist örlítið sterkari aðilinn og ógnaði aðeins en lyktin af markalausu jafntefli var yfirgnæfandi. Allt þar til á 85. mínútu þegar Adam Armstrong skoraði eina mark leiksins eftir háa fyrirgjöf á fjærstöngina frá vinstri vængbakverðinum Yukinari Sugawara. Adam Armstrong skoraði sigurmarkið.Charlie Crowhurst/Getty Images Everton hélt að Beto hefði skorað jöfnunarmark á 89. mínútu en eftir skoðun myndbandsdómara var það dæmt af. Jöfnunarmark Beto fékk ekki að standa.Visionhaus/Getty Images Southampton slapp því með eins marks sigur en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu og tók það upp í nítjánda sæti, tveimur stigum ofar en Wolves sem mætir Crystal Palace á heimavelli í kvöld. Everton er í sextánda sæti með níu stig.
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira