Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. nóvember 2024 17:19 Chris Wood hefur skorað átta mörk í fyrstu tíu leikjum tímabilsins. Michael Regan/Getty Images Nottingham Forest fór upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri gegn West Ham. Southampton tók á móti Everton og vann sinn fyrsta leik á tímabilinu, líkt og Ipswich vonaðist til gegn Leicester en þeir skoruðu jöfnunarmark í uppbótartíma. Ipswich – Leicester 1-1 Gestirnir frá Leicester byrjuðu mun betur fyrstu tuttugu mínúturnar en eftir það voru heimamenn Ipswich við völd. Þó nokkur færi litu dagsins ljós á báðum endum vallarins, Ipswich átti tíu skot og Leicester fimm skot í fyrri hálfleik. Ísinn var svo brotinn af heimamönnum í upphafi seinni hálfleiks, á 55. mínútu. Sam Morsy sá hlaup vinstri bakvarðarins og skipti boltanum yfir, Leif Davies var ekkert að tvínóna við og klippti boltann í fyrstu snertingu í netið. Landslag leiksins gjörbreyttist á 77. mínútu þegar Kalvin Phillips fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Ipswich lagðist með alla tíu mennina í teiginn og Leicester reyndi að nýta sér mismuninn til að skora jöfnunarmarkið. Kalvin Phillips var látinn fara af velli.Stephen Pond/Getty Images Það datt loks á fimmtu mínútu uppbótartíma, Jamie Vardy gerði vel og lagði upp á Jordan Ayew sem skoraði enn eitt markið í uppbótartíma fyrir Leicester. Ipswich tókst því ekki að vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu, liðið er með fimm stig í átjánda sæti deildarinnar. Leicester er fimm stigum ofar í fimmtánda sæti. Jordan Ayew jafnaði í uppbótartíma.Mark Leech/Offside/Offside via Getty Images Nott. Forest – West Ham 3-0 Forest var mun betri aðilinn frá upphafi og West Ham átti ekki skot fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Chris Wood hafði þá komið heimamönnum yfir á 27. mínútu, rétt eftir að hafa klúðrað dauðafæri. Hann hitti markið með kollspyrnu af örstuttu færi eftir flotta fyrirgjöf á fjærstöngina frá vinstri bakverðinum Alex Moreno. Rétt áður en hálfleiksflautið gall missti West Ham mann af velli, Edson Álvarez leit sitt annað gula spjald eftir seina og glæfralega tæklingu á Anthony Elanga. Edson Alvarez var rekinn útaf rétt fyrir hálfleik.Michael Regan/Getty Images Brött brekka blasti því við West Ham í seinni hálfleik og ekki batnaði það þegar Forest tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu. Elliot Anderson var þá nýstiginn inn á völlinn og fann Callum Hudson-Odoi með sinni fyrstu snertingu. Sá síðarnefndi skaut frábæru skoti við vítateigslínuna sem söng í netinu. Ola Aina rak smiðshöggið á 78. mínútu með frábæru skoti við vítateigshornið sem flaug af vinstri fæti upp í fjærhornið. Nottingham Forest fór þar með upp í þriðja sæti deildarinnar, stigi ofar en Arsenal fjórum stigum á eftir Englandsmeisturum Manchester City og sex stigum frá toppliði Liverpool. Southampton – Everton 1-0 Fyrri hálfleikur bauð upp á lítið fjör og fá færi. Southampton virtist örlítið sterkari aðilinn og ógnaði aðeins en lyktin af markalausu jafntefli var yfirgnæfandi. Allt þar til á 85. mínútu þegar Adam Armstrong skoraði eina mark leiksins eftir háa fyrirgjöf á fjærstöngina frá vinstri vængbakverðinum Yukinari Sugawara. Adam Armstrong skoraði sigurmarkið.Charlie Crowhurst/Getty Images Everton hélt að Beto hefði skorað jöfnunarmark á 89. mínútu en eftir skoðun myndbandsdómara var það dæmt af. Jöfnunarmark Beto fékk ekki að standa.Visionhaus/Getty Images Southampton slapp því með eins marks sigur en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu og tók það upp í nítjánda sæti, tveimur stigum ofar en Wolves sem mætir Crystal Palace á heimavelli í kvöld. Everton er í sextánda sæti með níu stig. Enski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Ipswich – Leicester 1-1 Gestirnir frá Leicester byrjuðu mun betur fyrstu tuttugu mínúturnar en eftir það voru heimamenn Ipswich við völd. Þó nokkur færi litu dagsins ljós á báðum endum vallarins, Ipswich átti tíu skot og Leicester fimm skot í fyrri hálfleik. Ísinn var svo brotinn af heimamönnum í upphafi seinni hálfleiks, á 55. mínútu. Sam Morsy sá hlaup vinstri bakvarðarins og skipti boltanum yfir, Leif Davies var ekkert að tvínóna við og klippti boltann í fyrstu snertingu í netið. Landslag leiksins gjörbreyttist á 77. mínútu þegar Kalvin Phillips fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Ipswich lagðist með alla tíu mennina í teiginn og Leicester reyndi að nýta sér mismuninn til að skora jöfnunarmarkið. Kalvin Phillips var látinn fara af velli.Stephen Pond/Getty Images Það datt loks á fimmtu mínútu uppbótartíma, Jamie Vardy gerði vel og lagði upp á Jordan Ayew sem skoraði enn eitt markið í uppbótartíma fyrir Leicester. Ipswich tókst því ekki að vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu, liðið er með fimm stig í átjánda sæti deildarinnar. Leicester er fimm stigum ofar í fimmtánda sæti. Jordan Ayew jafnaði í uppbótartíma.Mark Leech/Offside/Offside via Getty Images Nott. Forest – West Ham 3-0 Forest var mun betri aðilinn frá upphafi og West Ham átti ekki skot fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Chris Wood hafði þá komið heimamönnum yfir á 27. mínútu, rétt eftir að hafa klúðrað dauðafæri. Hann hitti markið með kollspyrnu af örstuttu færi eftir flotta fyrirgjöf á fjærstöngina frá vinstri bakverðinum Alex Moreno. Rétt áður en hálfleiksflautið gall missti West Ham mann af velli, Edson Álvarez leit sitt annað gula spjald eftir seina og glæfralega tæklingu á Anthony Elanga. Edson Alvarez var rekinn útaf rétt fyrir hálfleik.Michael Regan/Getty Images Brött brekka blasti því við West Ham í seinni hálfleik og ekki batnaði það þegar Forest tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu. Elliot Anderson var þá nýstiginn inn á völlinn og fann Callum Hudson-Odoi með sinni fyrstu snertingu. Sá síðarnefndi skaut frábæru skoti við vítateigslínuna sem söng í netinu. Ola Aina rak smiðshöggið á 78. mínútu með frábæru skoti við vítateigshornið sem flaug af vinstri fæti upp í fjærhornið. Nottingham Forest fór þar með upp í þriðja sæti deildarinnar, stigi ofar en Arsenal fjórum stigum á eftir Englandsmeisturum Manchester City og sex stigum frá toppliði Liverpool. Southampton – Everton 1-0 Fyrri hálfleikur bauð upp á lítið fjör og fá færi. Southampton virtist örlítið sterkari aðilinn og ógnaði aðeins en lyktin af markalausu jafntefli var yfirgnæfandi. Allt þar til á 85. mínútu þegar Adam Armstrong skoraði eina mark leiksins eftir háa fyrirgjöf á fjærstöngina frá vinstri vængbakverðinum Yukinari Sugawara. Adam Armstrong skoraði sigurmarkið.Charlie Crowhurst/Getty Images Everton hélt að Beto hefði skorað jöfnunarmark á 89. mínútu en eftir skoðun myndbandsdómara var það dæmt af. Jöfnunarmark Beto fékk ekki að standa.Visionhaus/Getty Images Southampton slapp því með eins marks sigur en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu og tók það upp í nítjánda sæti, tveimur stigum ofar en Wolves sem mætir Crystal Palace á heimavelli í kvöld. Everton er í sextánda sæti með níu stig.
Enski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira