Lífið

Fegurðar­drottning fékk nýtt her­bergi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Mæðgurnar Emilía og Íris eru nýlegar fluttar á Álftanes.
Mæðgurnar Emilía og Íris eru nýlegar fluttar á Álftanes.

Í fyrsta þætti af fimmtu þáttaröð af Skreytum hús, sem er í umsjón Soffíu Daggar Garðarsdóttur, heimsótti hún mæðgurnar, Emilíu Þóru Ólafsdóttur og Írisi Kristinsdóttur, gjarnan kennd við Buttercup, sem eru nýlega fluttar á Álftanes úr Grindavík.

Soffía Dögg aðstoðaði hina átján ára Emilíu við að gera herbergið hennar hlýlegt og notalegt á einfaldan máta. 

Emilía hlaut titilinn Miss Supranational í Ungfrú Íslands 2024 sem fór fram í Gamlabíói í ágúst síðastliðnum.

Þættirnir verða 6 rétt eins og í hinum seríunum og koma inn vikulega á Vísi og á Stöð2+.

Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.


Í herbergi Emilíu fyrir breytinga var rúm og kommóða, sem Soffía ákvað að halda á sínum stað og poppaði upp á skemmtilegan hátt. 

„Það sem er kannski svolítið skemmtilegt við þetta rými er í raun hversu litlu við breyttum. Stóra breytingin var auðvitað málningin á veggina. Það að mála er alltaf fljótlegasta og einfaldasta leiðin til að láta allt sem er inni í rýminu njóta sín á nýjan máta,“ segir í nýjustu færslu þáttanna.

Herbergið fyrir 

Mæðgurnar vildu halda í steypta vegginn í herberginu sem er frekar kaldur og hrár. Soffía valdi hlýlega málningu sem tónaði vel við vegginn.

Herbergið eftir

Fallegir skrautmunir, textill og blóm gera mikið fyrir heildarmyndina. Lokaútkoman er hlýleg og smart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.