Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Árni Sæberg skrifar 4. nóvember 2024 14:29 Guðni Tómasson tekur við starfi framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands á miðvikudag. Sinfóníuhljómsveit Íslands Guðni Tómasson, fráfarandi menningarritstjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið verið ráðinn framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Í fréttatilkynningu frá Sinfóníuhljómsveit Íslands segir að stjórn hennar hafi ráðið Guðna frá og með 6. nóvember 2024. Ráðið sé í starfið til fjögurra ára í senn. Mikil reynsla af menningarlífinu Guðni hafi starfað við fjölmiðlun á menningarsviðinu frá því laust eftir aldamót, einkum við miðlun tónlistar- og menningarlífs hjá Ríkisútvarpinu, nú síðast sem menningarritstjóri Ríkisútvarpsins. Hann hafi verið stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 2010 til 2014, setið í stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss á árunum 2019 til 2023 og verið formaður listráðs Hörpu 2022-2024. Hann hafi verið ráðgjafi mennta- og menningarmálaráðherra í menningarmálum 2012 til 2013 og formaður starfshóps um ritun menningarstefnu stjórnvalda sem samþykkt var 2013. Jafnframt hafi hann tekið að sér fjölmörg önnur ráðgjafar- og trúnaðarstörf í menningarlífinu. Guðni sé fæddur árið 1976, hann sé með meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og meistaragráðu í listasögu frá St. Andrews háskólanum í Skotlandi. Hann taki við starfinu af Láru Sóleyju Jóhannsdóttur sem gegnt hafi stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2019. Hljómsveitin sé í fremstu röð „Fyrir hönd stjórnar býð ég Guðna Tómasson velkominn til starfa og hlakka til samstarfs við hann. Sinfóníuhljómsveit Íslands er í fremstu röð og þar er ákaflega öflugt starf sem landsmenn taka vel eftir. Undanfarin ár hefur hljómsveitin vaxið og hún hefur alla burði til þess að eflast enn frekar í samstarfi við framúrskarandi listamenn. Áralöng reynsla Guðna af menningu mun sannarlega nýtast hljómsveitinni vel á komandi árum. Á sama tíma þökkum við Láru Sóleyju Jóhannsdóttur fyrir hennar framlag en hún hefur lagt mikið af mörkum til þess árangurs sem náðst hefur á undanförnum árum,“ er haft eftir Sigurði Hannessyni, stjórnarformanni Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sinfóníuhljómsveit Íslands er þjóðarhljómsveit stofnuð árið 1950. Hún hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum og fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis. Hljómsveitin býður upp á fjölbreytta dagskrá og heldur um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum. Auk þess heldur hljómsveitin úti metnaðarfullu barna-og fræðslustarfi og býður árlega þúsundum nemenda á skólatónleika. Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Sinfóníuhljómsveit Íslands segir að stjórn hennar hafi ráðið Guðna frá og með 6. nóvember 2024. Ráðið sé í starfið til fjögurra ára í senn. Mikil reynsla af menningarlífinu Guðni hafi starfað við fjölmiðlun á menningarsviðinu frá því laust eftir aldamót, einkum við miðlun tónlistar- og menningarlífs hjá Ríkisútvarpinu, nú síðast sem menningarritstjóri Ríkisútvarpsins. Hann hafi verið stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 2010 til 2014, setið í stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss á árunum 2019 til 2023 og verið formaður listráðs Hörpu 2022-2024. Hann hafi verið ráðgjafi mennta- og menningarmálaráðherra í menningarmálum 2012 til 2013 og formaður starfshóps um ritun menningarstefnu stjórnvalda sem samþykkt var 2013. Jafnframt hafi hann tekið að sér fjölmörg önnur ráðgjafar- og trúnaðarstörf í menningarlífinu. Guðni sé fæddur árið 1976, hann sé með meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og meistaragráðu í listasögu frá St. Andrews háskólanum í Skotlandi. Hann taki við starfinu af Láru Sóleyju Jóhannsdóttur sem gegnt hafi stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2019. Hljómsveitin sé í fremstu röð „Fyrir hönd stjórnar býð ég Guðna Tómasson velkominn til starfa og hlakka til samstarfs við hann. Sinfóníuhljómsveit Íslands er í fremstu röð og þar er ákaflega öflugt starf sem landsmenn taka vel eftir. Undanfarin ár hefur hljómsveitin vaxið og hún hefur alla burði til þess að eflast enn frekar í samstarfi við framúrskarandi listamenn. Áralöng reynsla Guðna af menningu mun sannarlega nýtast hljómsveitinni vel á komandi árum. Á sama tíma þökkum við Láru Sóleyju Jóhannsdóttur fyrir hennar framlag en hún hefur lagt mikið af mörkum til þess árangurs sem náðst hefur á undanförnum árum,“ er haft eftir Sigurði Hannessyni, stjórnarformanni Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sinfóníuhljómsveit Íslands er þjóðarhljómsveit stofnuð árið 1950. Hún hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum og fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis. Hljómsveitin býður upp á fjölbreytta dagskrá og heldur um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum. Auk þess heldur hljómsveitin úti metnaðarfullu barna-og fræðslustarfi og býður árlega þúsundum nemenda á skólatónleika.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira