Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Jakob Bjarnar skrifar 5. nóvember 2024 14:45 Æskuvinkonurnar Halldóra Geirharðs og Steinunn Ólína eru að hefja nýtt hlaðvarp og er fyrsti þátturinn kominn í loftið. aðsend „Við erum náttúrlega komnar á þann aldur að við verðum að vera í tiltekt, innri sem ytri, á bókaskápnum sem er spegill sálarinnar,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og nú hlaðvarpsstjórnandi. Þær æskuvinkonur og stórleikkonur, Steinunn Ólína og Halldóra Geirharðsdóttir, hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum í sundur. Og nú kynna þær nýtt hlaðvarp. Fyrsti þátturinn er kominn í loftið. Þær eru nú á miðjum aldri og tiltektin felst í því að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu. Þær ætla sem sagt að gera rassíu í bókaskápunum sínum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl. Í hverjum þætti mætum við með eina bók úr sitthvorum bókaskápnum og velta því fyrir sér hvort þær vilji eigum eiga bókina eða brenna hana. „Við höfum þekkst frá því við vorum níu eða ellefu ára. Þetta verður ekki tengt líðandi stundu heldur farið um víðan völl og látum gamminn geisa,“ segir Steinunn. Halldóra segir að þær séu náttúrlega bókaflokkur, út af fyrir sig. „Ég er ævintýrabókaflokkur.“ Steinunn Ólína segist ekki vita hvers konar bókaflokkur hún er. „Ég held að þú sért ekki flokkur heldur samtíningur. Bókasafn sem er að berjast við að vera ekki bókasafnsvörður. Ég er meira svona, tjahh, ég veit oft ekki hvað er í hillunum hjá mér og er full tilhlökkunar að skoða þær.“ Mynd frá því þær Dóra og Steina voru ungar og ábyrgðarlausar. Á öllu þessu verður tekið, að hætti hússins, í nýju hlaðvarpi.aðstend Steinunn Ólína segir að þetta með manneskjuna sé verkefni í þróun: „Hvernig við höfum breyst frá því að við vorum ungar konur. Bókaskápurinn okkar ber þess merki. Smekkurinn hefur stundum þroskast og tilbúnar í að breytast. Við höfum verið á andlegu ferðalagi.“ Halldóra grípur eina skruddu og veltir því fyrir sér hvort hún eigi að henda henni eða ekki. Þær geta ekki verið vissar. Steinunn Ólína heldur því fram að Halldóra sé miklu andlegri en hún sjálf, og spyrji spáspil og pendúl en sjálf hallar hún sér aftur meðan á því stendur. „Eins og maðurinn í Löðri. En þetta er fyrir miðaldra fólk á öllum aldrei,“ segja þær báðar í einu. Hlaðvörp Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Fleiri fréttir Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Sjá meira
Þær æskuvinkonur og stórleikkonur, Steinunn Ólína og Halldóra Geirharðsdóttir, hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum í sundur. Og nú kynna þær nýtt hlaðvarp. Fyrsti þátturinn er kominn í loftið. Þær eru nú á miðjum aldri og tiltektin felst í því að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu. Þær ætla sem sagt að gera rassíu í bókaskápunum sínum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl. Í hverjum þætti mætum við með eina bók úr sitthvorum bókaskápnum og velta því fyrir sér hvort þær vilji eigum eiga bókina eða brenna hana. „Við höfum þekkst frá því við vorum níu eða ellefu ára. Þetta verður ekki tengt líðandi stundu heldur farið um víðan völl og látum gamminn geisa,“ segir Steinunn. Halldóra segir að þær séu náttúrlega bókaflokkur, út af fyrir sig. „Ég er ævintýrabókaflokkur.“ Steinunn Ólína segist ekki vita hvers konar bókaflokkur hún er. „Ég held að þú sért ekki flokkur heldur samtíningur. Bókasafn sem er að berjast við að vera ekki bókasafnsvörður. Ég er meira svona, tjahh, ég veit oft ekki hvað er í hillunum hjá mér og er full tilhlökkunar að skoða þær.“ Mynd frá því þær Dóra og Steina voru ungar og ábyrgðarlausar. Á öllu þessu verður tekið, að hætti hússins, í nýju hlaðvarpi.aðstend Steinunn Ólína segir að þetta með manneskjuna sé verkefni í þróun: „Hvernig við höfum breyst frá því að við vorum ungar konur. Bókaskápurinn okkar ber þess merki. Smekkurinn hefur stundum þroskast og tilbúnar í að breytast. Við höfum verið á andlegu ferðalagi.“ Halldóra grípur eina skruddu og veltir því fyrir sér hvort hún eigi að henda henni eða ekki. Þær geta ekki verið vissar. Steinunn Ólína heldur því fram að Halldóra sé miklu andlegri en hún sjálf, og spyrji spáspil og pendúl en sjálf hallar hún sér aftur meðan á því stendur. „Eins og maðurinn í Löðri. En þetta er fyrir miðaldra fólk á öllum aldrei,“ segja þær báðar í einu.
Hlaðvörp Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Fleiri fréttir Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Sjá meira