Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2024 20:21 Hermaður stendur vörð við skrifstofur ríkissasóknara Guerrero-fylkis í Mexíkó.p EPA/Jose Luis de la Cruz Lögregluþjónar í Guerrero-fylki í Mexíkó fundu í gær ellefu lík sem skilin höfðu verið eftir í pallbíl við hraðbraut í gegnum Chilpancingo, höfuðborg fylkisins. Tvö börn eru meðal hinna látnu en talið er að fólkið hafi verið myrt. Glæpir og ofbeldi hefur leikið íbúa Mexíkó grátt á undanförnum mánuðum og árum. Útlit er fyrir að yfirvöld landsins hafi ákveðið að beita meiri hörku gegn glæpasamtökum. Ríkissaksóknari Guerrero segir, samkvæmt Reuters, að um sé að ræða lík níu manna og tveggja kvenna. Ekki hefur verið gefið upp hve gömul börnin voru. Um þrjú hundruð þúsund manns búa í Chilpancingo en umfangs- og ofbeldismikil átök glæpagengja hafa átt sér stað þar að undanförnu. Tvö glæpagengi sem kallast Tlacos og Ardillos hafa verið að berjast um yfirráð í borginni. Mánuður er síðan Alejandreo Arcos, þá nýkjörinn borgarstjóri Chilpancingo, fannst afhöfðaður einungis sex dögum eftir að hann tók við embætti. Eftir morð Arcos opinberaði Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, nýja öryggisáætlun sína, sem að mestu gengur út á að reyna að veita ungu fólki framtíð án þátttöku í glæpastarfsemi. Hún vill einnig auka samstarf milli löggæsluembætta Mexíkó og styrkja þjóðvarnarlið ríkisins. Frá því hún tók við embætti þann 1. október hafa 2.638 morð verið framin í Mexíkó, samkvæmt rannsókn á opinberum gögnum sem Reuters vísar í. Faðmlög í stað byssukúlna Andrés Manuel López Obrador, forveri Sheinbaum, hóf fyrir um sex árum átak gegn glæpum sem hann kallaði „faðmlög í stað kúlna“ og snerist einmitt um að forðast átök við meðlimi glæpagengja og þess í stað að reyna að snúa ungu fólki frá glæpum og draga þannig úr aðgengi glæpasamtaka að mannafla. Stærstu glæpasamtök landsins hafa á undanförnum árum tekið yfir stór svæði í Mexíkó. López Obrador reyndi að forðast átök við glæpamenn og frægasta dæmið er líklega þegar meðlimir Sinalóa-samtakanna svokölluðu tóku yfir borgina Culiacan, eftir að Ovidio Guzman var handtekinn. Umsátrið um Culican endaði með því að forsetinn skipaði lögreglunni að sleppa Guzman en hann sagðist hafa gert það til að koma í veg fyrir blóðsúthellingar. Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó.EPA/SASHENKA GUTIERREZ Í grein AP fréttaveitunnar segir að margt bendi til þess að Sheinbaum hafi hljóðlega lagt þetta átak forvera síns til hliðar. Ríkisstjórn hennar sé mun viljugri til að nota herinn og þjóðvarðliðið gegn glæpasamtökum Mexíkó. Þá er hún sögð hafa mun minni þolinmæði fyrir því að lögregluþjónar og hermenn séu teknir í Gíslingu af glæpamönnum. Fréttaveitan segir þetta að hluta til til komið vegna þrýstings frá ráðamönnum í Bandaríkjunum. Glæpamenn í Mexíkó eru margir hverjir mjög vel vopnum búnir. Í mjög einföldu máli sagt hafa glæpagengi þar í landi lengi flutt mikið magn fíkniefna víða um heim og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Frá Bandaríkjunum fá þeir mikið magn peninga fyrir þessi fíkniefni og eru þeir peningar meðal annars notaðir til að kaupa gífurlegt magn skotvopna í Bandaríkjunum og flytja þau til Mexíkó. Yfirvöld í Mexíkó hafa reynt að höfða mál gegn bandarískum skotvopnaframleiðendum til að reyna að sporna gegn þessu flæði vopna suður yfir landamærin en án árangurs. Árið 2021 töldu ráðamenn í Mexíkó að á undangengnum áratug hefðu um 2,5 milljónir skotvopna verið flutt til Mexíkó með ólöglegum hætti. Sjá einnig: Mexíkóar ætla að höfða mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum Vopnum þessum er ekki eingöngu beitt gegn öðrum glæpamönnum heldur einnig lögregluþjónum og hermönnum í Mexíkó. Hermenn sendir til löggæslustarfa Leiðtogar glæpasamtaka í Mexíkó hafa aukið tekjur sínar töluvert að undanförnu með því að taka virkan þátt í fólksflutningum frá Suður-Ameríku til Bandaríkjanna. AP segir samtökin geta hagnast verulega á þessu. Þá hafa samtökin einnig fyllt upp í raðir sínar með því að ráða erlenda glæpamenn í meira magni en gert hefur verið áður. Undir lok síðasta mánaðar eltu hermenn uppi glæpamenn sem grunaðir voru um að hafa skotið tvo lögregluþjóna til bana. Hermennirnir skutu sautján manns til bana og handtóku fimmtán. Tíu af þeim sem voru handteknir eru frá Gvatemala. Atvikum sem þessum hefur fjölgað nokkuð frá því Sheinbaum tók við embætti forseta Mexíkó. Í einu tilfelli í Sinaloa í síðasta mánuði skutu hermenn nítján meinta glæpamenn til bana og handtóku einn, án þess að verða fyrir mannfalli. Hermenn eru sagðir hafa verið ítrekað sendir til löggæslustarfa, sem þeir eru ekki þjálfaðir fyrir, og hafa þeir nokkrum sinnum skotið á hópa af óbreyttum borgurum. Einn sérfræðingur sagði líklegt að slíkum tilfellum myndi fara fjölgandi. Mexíkó Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Glæpir og ofbeldi hefur leikið íbúa Mexíkó grátt á undanförnum mánuðum og árum. Útlit er fyrir að yfirvöld landsins hafi ákveðið að beita meiri hörku gegn glæpasamtökum. Ríkissaksóknari Guerrero segir, samkvæmt Reuters, að um sé að ræða lík níu manna og tveggja kvenna. Ekki hefur verið gefið upp hve gömul börnin voru. Um þrjú hundruð þúsund manns búa í Chilpancingo en umfangs- og ofbeldismikil átök glæpagengja hafa átt sér stað þar að undanförnu. Tvö glæpagengi sem kallast Tlacos og Ardillos hafa verið að berjast um yfirráð í borginni. Mánuður er síðan Alejandreo Arcos, þá nýkjörinn borgarstjóri Chilpancingo, fannst afhöfðaður einungis sex dögum eftir að hann tók við embætti. Eftir morð Arcos opinberaði Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, nýja öryggisáætlun sína, sem að mestu gengur út á að reyna að veita ungu fólki framtíð án þátttöku í glæpastarfsemi. Hún vill einnig auka samstarf milli löggæsluembætta Mexíkó og styrkja þjóðvarnarlið ríkisins. Frá því hún tók við embætti þann 1. október hafa 2.638 morð verið framin í Mexíkó, samkvæmt rannsókn á opinberum gögnum sem Reuters vísar í. Faðmlög í stað byssukúlna Andrés Manuel López Obrador, forveri Sheinbaum, hóf fyrir um sex árum átak gegn glæpum sem hann kallaði „faðmlög í stað kúlna“ og snerist einmitt um að forðast átök við meðlimi glæpagengja og þess í stað að reyna að snúa ungu fólki frá glæpum og draga þannig úr aðgengi glæpasamtaka að mannafla. Stærstu glæpasamtök landsins hafa á undanförnum árum tekið yfir stór svæði í Mexíkó. López Obrador reyndi að forðast átök við glæpamenn og frægasta dæmið er líklega þegar meðlimir Sinalóa-samtakanna svokölluðu tóku yfir borgina Culiacan, eftir að Ovidio Guzman var handtekinn. Umsátrið um Culican endaði með því að forsetinn skipaði lögreglunni að sleppa Guzman en hann sagðist hafa gert það til að koma í veg fyrir blóðsúthellingar. Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó.EPA/SASHENKA GUTIERREZ Í grein AP fréttaveitunnar segir að margt bendi til þess að Sheinbaum hafi hljóðlega lagt þetta átak forvera síns til hliðar. Ríkisstjórn hennar sé mun viljugri til að nota herinn og þjóðvarðliðið gegn glæpasamtökum Mexíkó. Þá er hún sögð hafa mun minni þolinmæði fyrir því að lögregluþjónar og hermenn séu teknir í Gíslingu af glæpamönnum. Fréttaveitan segir þetta að hluta til til komið vegna þrýstings frá ráðamönnum í Bandaríkjunum. Glæpamenn í Mexíkó eru margir hverjir mjög vel vopnum búnir. Í mjög einföldu máli sagt hafa glæpagengi þar í landi lengi flutt mikið magn fíkniefna víða um heim og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Frá Bandaríkjunum fá þeir mikið magn peninga fyrir þessi fíkniefni og eru þeir peningar meðal annars notaðir til að kaupa gífurlegt magn skotvopna í Bandaríkjunum og flytja þau til Mexíkó. Yfirvöld í Mexíkó hafa reynt að höfða mál gegn bandarískum skotvopnaframleiðendum til að reyna að sporna gegn þessu flæði vopna suður yfir landamærin en án árangurs. Árið 2021 töldu ráðamenn í Mexíkó að á undangengnum áratug hefðu um 2,5 milljónir skotvopna verið flutt til Mexíkó með ólöglegum hætti. Sjá einnig: Mexíkóar ætla að höfða mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum Vopnum þessum er ekki eingöngu beitt gegn öðrum glæpamönnum heldur einnig lögregluþjónum og hermönnum í Mexíkó. Hermenn sendir til löggæslustarfa Leiðtogar glæpasamtaka í Mexíkó hafa aukið tekjur sínar töluvert að undanförnu með því að taka virkan þátt í fólksflutningum frá Suður-Ameríku til Bandaríkjanna. AP segir samtökin geta hagnast verulega á þessu. Þá hafa samtökin einnig fyllt upp í raðir sínar með því að ráða erlenda glæpamenn í meira magni en gert hefur verið áður. Undir lok síðasta mánaðar eltu hermenn uppi glæpamenn sem grunaðir voru um að hafa skotið tvo lögregluþjóna til bana. Hermennirnir skutu sautján manns til bana og handtóku fimmtán. Tíu af þeim sem voru handteknir eru frá Gvatemala. Atvikum sem þessum hefur fjölgað nokkuð frá því Sheinbaum tók við embætti forseta Mexíkó. Í einu tilfelli í Sinaloa í síðasta mánuði skutu hermenn nítján meinta glæpamenn til bana og handtóku einn, án þess að verða fyrir mannfalli. Hermenn eru sagðir hafa verið ítrekað sendir til löggæslustarfa, sem þeir eru ekki þjálfaðir fyrir, og hafa þeir nokkrum sinnum skotið á hópa af óbreyttum borgurum. Einn sérfræðingur sagði líklegt að slíkum tilfellum myndi fara fjölgandi.
Mexíkó Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira