Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2024 15:15 Jürgen Klopp ræðir hér við David Coote á leik Liverpool gegn Southampton í maí 2022. Coote hefur sinnt dómarastörfum í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2018. Getty/Robin Jones Myndband sem virðist sýna David Coote, dómara í ensku úrvalsdeildinni, tala með afar niðrandi hætti um Liverpool og þáverandi stjóra liðsins, Jürgen Klopp, er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Uppfært klukkan 15.28: Ensku dómarasamtökin, PGMOL, segja að Coote sé nú kominn í ótímabundið bann á meðan að málið sé rannsakað. PGMOL: “David Coote has been suspended with immediate effect pending a full investigation. PGMOL will be making no further comment until that process is complete.”More @MirrorFootball https://t.co/KeZvkTJt1w— Darren Lewis (@MirrorDarren) November 11, 2024 Enskir miðlar segja að ensku dómarasamtökin hafi nýhafið rannsókn vegna myndbandsins og Daily Mail bendir á þann möguleika að það sé falsað eða útbúið með notkun gervigreindar. Sé myndbandið hins vegar ekta er ljóst að Coote, sem nú síðast dæmdi 2-0 sigur Liverpool gegn Aston Villa um helgina, gæti verið í afar vondum málum. Recorded footage of David Coote calling Liverpool “sh*t” and Jurgen Klopp a “c*nt”.😳 pic.twitter.com/Kqc7SR8niW— Anfield Edition (@AnfieldEdition) November 11, 2024 Myndbandið virðist vera frá tímum kórónuveirufaraldursins en á meðal þess sem Coote virðist segja í því, við félaga sinn, er að Liverpool hafi verið „skítlélegt“ í leik sem hann var fjórði dómari á, og að Klopp sé „algjör kunta“. Klopp hafi sakað hann um lygar og látið hann heyra það á leik gegn Burnley, sem endaði 1-1 árið 2020: „Ég hef engan áhuga á að tala við einhvern sem er svona fokking hrokafullur. Svo ég reyni mitt besta til að tala ekkert við hann,“ virðist Coote segja áður en hann hrósar James Milner og segist eiga í góðum samskiptum við hann. Á öðru myndbandi virðist félagi Coote segja fólki að það megi alls ekki dreifa myndböndunum. Eins og fyrr segir eru ensku dómarasamtökin sögð meðvituð um myndbandið og er málið til rannsóknar. Coote hefur verið dómari í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2018. Enski boltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja sjá þessa stjóra í brúnna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Sjá meira
Uppfært klukkan 15.28: Ensku dómarasamtökin, PGMOL, segja að Coote sé nú kominn í ótímabundið bann á meðan að málið sé rannsakað. PGMOL: “David Coote has been suspended with immediate effect pending a full investigation. PGMOL will be making no further comment until that process is complete.”More @MirrorFootball https://t.co/KeZvkTJt1w— Darren Lewis (@MirrorDarren) November 11, 2024 Enskir miðlar segja að ensku dómarasamtökin hafi nýhafið rannsókn vegna myndbandsins og Daily Mail bendir á þann möguleika að það sé falsað eða útbúið með notkun gervigreindar. Sé myndbandið hins vegar ekta er ljóst að Coote, sem nú síðast dæmdi 2-0 sigur Liverpool gegn Aston Villa um helgina, gæti verið í afar vondum málum. Recorded footage of David Coote calling Liverpool “sh*t” and Jurgen Klopp a “c*nt”.😳 pic.twitter.com/Kqc7SR8niW— Anfield Edition (@AnfieldEdition) November 11, 2024 Myndbandið virðist vera frá tímum kórónuveirufaraldursins en á meðal þess sem Coote virðist segja í því, við félaga sinn, er að Liverpool hafi verið „skítlélegt“ í leik sem hann var fjórði dómari á, og að Klopp sé „algjör kunta“. Klopp hafi sakað hann um lygar og látið hann heyra það á leik gegn Burnley, sem endaði 1-1 árið 2020: „Ég hef engan áhuga á að tala við einhvern sem er svona fokking hrokafullur. Svo ég reyni mitt besta til að tala ekkert við hann,“ virðist Coote segja áður en hann hrósar James Milner og segist eiga í góðum samskiptum við hann. Á öðru myndbandi virðist félagi Coote segja fólki að það megi alls ekki dreifa myndböndunum. Eins og fyrr segir eru ensku dómarasamtökin sögð meðvituð um myndbandið og er málið til rannsóknar. Coote hefur verið dómari í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2018.
Enski boltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja sjá þessa stjóra í brúnna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Sjá meira