Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2024 16:45 Martin Ödegaard var mættur aftur með fyrirliðabandið í leik með Arsenal gegn Chelsea í gær. Nú bíða leikir með norska landsliðinu, treysti fyrirliðinn sér í þá. getty/Marc Atkins Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði fyrirliðanum Martin Ödegaard óspart eftir endurkomu hans úr meiðslum. Ödegaard er nú farinn til móts við norska landsliðshópinn, þrátt fyrir að hafa verið frá keppni í tvo mánuði vegna meiðsla. Ödegaard meiddist síðast þegar hann fór í landsliðsverkefni, í september, og er rétt að komast af stað að nýju. Hann kom inn á sem varamaður í 1-0 tapinu gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og lék svo allar 90 mínúturnar í 1-1 jafnteflinu við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Ótrúlegt“ að sjá Arteta gegn Chelsea Ödegaard lagði upp mark Arsenal í leiknum og frammistaða hans, eftir svo langan tíma í burtu, heillaði Arteta mikið. „Ég veit ekki um annan leikmann sem gæti þetta [spilað 90 mínútur í þessum gæðaflokki] eftir sex vikur í burtu. Hann fékk einn og hálfan dag til að undirbúa sig. Það var ótrúlegt að sjá hvað hann var tengdur við liðið, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Arteta. 🔴⚪️🇳🇴 Arteta on Martin Odegaard: "I don’t know another player that is capable of playing at that level after six weeks out"."How physically and mentally connected he was with the team... it was unbelievable". pic.twitter.com/MM2OCb4VHb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 11, 2024 Arteta var spurður að því eftir leik hvort að Ödegaard myndi nú fara til móts við norska landsliðshópinn, þrátt fyrir að hafa ekki upphaflega verið valinn í hann, en sagðist þá eiga eftir að ræða við Ödegaard. Ekki var að heyra að Arteta væri hrifinn af hugmyndinni, samkvæmt frétt Daily Mirror. „Hann hringdi í mig“ Engu að síður fór það svo að Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, fékk Ödegaard til að bætast í norska hópinn sem spilar við Slóveníu á útivelli á fimmtudaginn, og við Kasakstan á heimavelli þremur dögum síðar, í Þjóðadeildinni. Solbakken segist hafa fengið hringingu frá Arteta í gærkvöld. „Hann hringdi í mig. Við ræddum stöðuna á opinn og heiðarlegan hátt. Hann var ekki með neinar frekari upplýsingar en þær sem komið hafa fram, og það sem Martin hefur sagt við sjúkrateymi bæði Arsenal og okkar,“ sagði Solbakken í dag. Solbakken segir ekki ljóst hvort að Ödegaard spili í leikjunum og að hann búi sig undir báða möguleika. Hann viðurkenndi að það væri ekki vanalegt að knattspyrnustjórar eins og Arteta hefðu samband við landsliðsþjálfara: „Nei, það er það ekki, en við höfum spjallað saman áður. Það hefur svolítið með það að gera að hann er fyrirliðinn og ég hef komið í heimsókn nokkrum sinnum. Ég get ekki hringt í hvern sem er en ég get haft samband þangað, eftir að hafa verið þar,“ sagði Solbakken. Enski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Ödegaard meiddist síðast þegar hann fór í landsliðsverkefni, í september, og er rétt að komast af stað að nýju. Hann kom inn á sem varamaður í 1-0 tapinu gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og lék svo allar 90 mínúturnar í 1-1 jafnteflinu við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Ótrúlegt“ að sjá Arteta gegn Chelsea Ödegaard lagði upp mark Arsenal í leiknum og frammistaða hans, eftir svo langan tíma í burtu, heillaði Arteta mikið. „Ég veit ekki um annan leikmann sem gæti þetta [spilað 90 mínútur í þessum gæðaflokki] eftir sex vikur í burtu. Hann fékk einn og hálfan dag til að undirbúa sig. Það var ótrúlegt að sjá hvað hann var tengdur við liðið, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Arteta. 🔴⚪️🇳🇴 Arteta on Martin Odegaard: "I don’t know another player that is capable of playing at that level after six weeks out"."How physically and mentally connected he was with the team... it was unbelievable". pic.twitter.com/MM2OCb4VHb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 11, 2024 Arteta var spurður að því eftir leik hvort að Ödegaard myndi nú fara til móts við norska landsliðshópinn, þrátt fyrir að hafa ekki upphaflega verið valinn í hann, en sagðist þá eiga eftir að ræða við Ödegaard. Ekki var að heyra að Arteta væri hrifinn af hugmyndinni, samkvæmt frétt Daily Mirror. „Hann hringdi í mig“ Engu að síður fór það svo að Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, fékk Ödegaard til að bætast í norska hópinn sem spilar við Slóveníu á útivelli á fimmtudaginn, og við Kasakstan á heimavelli þremur dögum síðar, í Þjóðadeildinni. Solbakken segist hafa fengið hringingu frá Arteta í gærkvöld. „Hann hringdi í mig. Við ræddum stöðuna á opinn og heiðarlegan hátt. Hann var ekki með neinar frekari upplýsingar en þær sem komið hafa fram, og það sem Martin hefur sagt við sjúkrateymi bæði Arsenal og okkar,“ sagði Solbakken í dag. Solbakken segir ekki ljóst hvort að Ödegaard spili í leikjunum og að hann búi sig undir báða möguleika. Hann viðurkenndi að það væri ekki vanalegt að knattspyrnustjórar eins og Arteta hefðu samband við landsliðsþjálfara: „Nei, það er það ekki, en við höfum spjallað saman áður. Það hefur svolítið með það að gera að hann er fyrirliðinn og ég hef komið í heimsókn nokkrum sinnum. Ég get ekki hringt í hvern sem er en ég get haft samband þangað, eftir að hafa verið þar,“ sagði Solbakken.
Enski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti