Lífið

Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars í­vafi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Evert var hæst ánægður með breytingarnar.
Evert var hæst ánægður með breytingarnar.

Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á strákaherbergi. Soffía Dögg Garðarsdóttir stjórnandi þáttarins aðstoðaði Evert sem er níu ára að breyta herberginu úr krakkaherbergi yfir í gauraherbergi með Star Wars ívafi.

Herbergið var áður mjög snyrtilegt og fallegt, en vildi Evert fá dekkri liti, ný ljós og svartan panel á veggina.

„Það er allt gert með það í huga að einfalt sé að breyta bara smáatriðum til þess að herbergið geti í raun bara „elst“ með honum,“ segir Soffía Dögg í nýjustu færslu þáttanna.

Soffía Dögg málaði veggina í dekkri lit og setti veggþiljur á tvo veggi í herberginu, annars vegar við skrifborðið og hins vegar sem rúmgafl, sem gjörbreytti ásýnd herbergisins.

Þættirnir verða 6 rétt eins og í hinum seríunum og koma inn vikulega á Vísi og á Stöð2+.

Viðbrögð Everts og lokaútkomuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Fyrir og eftir breytingar

Á myndunum hér að neðan má sjá herbergið fyrir og eftir breytingar. Nýjar gardínur, hægindastóll, rúmteppi, gólfteppi við rúmið og veggmyndir settu lokapunktinn á þessa vel heppnuðu breytingu.

Fyrir og eftir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.