Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2024 08:02 Linda Ben mætir á skjáinn á Stöð 2 í kvöld. Einn þekktasti uppskriftarhöfundur landsins Linda Benediktsdóttir er væntanleg á skjáinn í fyrsta skiptið í kvöld á Stöð 2 í nýrri seríu, Aðventan með Lindu Ben. Linda sem er fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir einstakar uppskriftir sínar og bakstursvörur mun í þáttunum deila nokkrum af sínum uppáhalds uppskriftum og gefa góð ráð fyrir aðventuna. Þættirnir verða á dagskrá á Stöð 2 á miðvikudagskvöldum og birtast svo í heild sinni á Vísi morguninn eftir. „Ég get ekki beðið,“ segir Linda í samtali við Vísi spurð hvernig það leggist í hana að þjóðin fái loksins að sjá fyrsta þátt í kvöld. Linda hefur lengi haldið úti uppskriftarsíðunni lindaben.is, verið með samnefnda Instagramsíðu og unnið sem uppskriftarhöfundur undanfarin tíu ár. Þar hefur hún deilt uppskriftum og veitt innsýn í líf sitt svo athygli hefur vakið. Snýst um skipulagningu og einföldun „Í þættinum mun ég veita ráð varðandi jólaundirbúninginn sem hafa alltaf reynst mér vel. Eitt er til dæmis að skipuleggja fram í tímann allt sem þarf að gera, allt frá gjöfum, mat og skreytingum. Þá er gott að setja sér takmark, hvað allt megi kosta til að forðast óþarfa peningaáhyggjur að jólum loknum,“ segir Linda. Hún segir marga hætta til að flækja málin um of í aðdraganda jóla, enda hafi flestar fjölskyldur í nógu að snúast. „Þá er líka gott að setja sér raunhæft markmið um það hvað maður getur gert og muna eftir því að skipuleggja líka hvíld og rólegar stundir.“ Linda sem býður upp á bakstursvörur í búðum undir sínu nafni mun einnig veita handhæg ráð þegar kemur að bakstrinum og þegar haldin eru jólaboð. Þá skipti máli að einbeita sér að fáum réttum, líkt og Linda kemur inn á í þættinum. „Ég sýni líka hvernig má einfalda smákökubaksturinn, gef hugmyndir að því hvernig maður getur útbúið fallega gjafakassa með smákökum sem henta meðal annars vel sem gjöf til að taka með þegar manni er boðið í matarboð um jólin.“ Hafði mömmu sér við hlið í þáttunum Líklega eru fáir eins þekktir hér á landi þegar kemur að bakstri og Linda. Hún segir baksturinn og matargerð einfaldlega alltaf hafa átt hug hennar og hjarta allt frá því hún var lítil. „Ég á sterkar minningar af mér sem barn að hjálpa ömmu minni að gera hádegismat en hún rak bóndabæ og var alltaf með minnst tíu manns í mat í hádeginu. Eins er ég alin upp af miklum ástríðukokki, henni mömmu minni, en það var alltaf heimatilbúin kvöldmáltíð öll kvöld í æsku sem alltaf brögðuðust dásamlega. Við bökuðum líka mikið saman þegar ég var yngri.“ Linda segir að þegar hún hafi verið orðin nógu gömul til þess að baka sjálf hafi það orðið aðaláhugamálið. Hún hafi ansi oft platað vini sína heim eftir skóla að baka, mömmu hennar til mismikillar ánægju. „Enda fannst mér ekki eins gaman að ganga frá í eldhúsinu,“ segir Linda hlæjandi. „Mamma á heiðurinn af nokkrum uppskriftum á síðunni minni og hefur hjálpað mér mikið við að verða betri uppskriftarhöfundur. Eins var hún mér við hlið þegar við vorum að taka upp þættina.“ Bíó og sjónvarp Matur Aðventan með Lindu Ben Jól Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Þættirnir verða á dagskrá á Stöð 2 á miðvikudagskvöldum og birtast svo í heild sinni á Vísi morguninn eftir. „Ég get ekki beðið,“ segir Linda í samtali við Vísi spurð hvernig það leggist í hana að þjóðin fái loksins að sjá fyrsta þátt í kvöld. Linda hefur lengi haldið úti uppskriftarsíðunni lindaben.is, verið með samnefnda Instagramsíðu og unnið sem uppskriftarhöfundur undanfarin tíu ár. Þar hefur hún deilt uppskriftum og veitt innsýn í líf sitt svo athygli hefur vakið. Snýst um skipulagningu og einföldun „Í þættinum mun ég veita ráð varðandi jólaundirbúninginn sem hafa alltaf reynst mér vel. Eitt er til dæmis að skipuleggja fram í tímann allt sem þarf að gera, allt frá gjöfum, mat og skreytingum. Þá er gott að setja sér takmark, hvað allt megi kosta til að forðast óþarfa peningaáhyggjur að jólum loknum,“ segir Linda. Hún segir marga hætta til að flækja málin um of í aðdraganda jóla, enda hafi flestar fjölskyldur í nógu að snúast. „Þá er líka gott að setja sér raunhæft markmið um það hvað maður getur gert og muna eftir því að skipuleggja líka hvíld og rólegar stundir.“ Linda sem býður upp á bakstursvörur í búðum undir sínu nafni mun einnig veita handhæg ráð þegar kemur að bakstrinum og þegar haldin eru jólaboð. Þá skipti máli að einbeita sér að fáum réttum, líkt og Linda kemur inn á í þættinum. „Ég sýni líka hvernig má einfalda smákökubaksturinn, gef hugmyndir að því hvernig maður getur útbúið fallega gjafakassa með smákökum sem henta meðal annars vel sem gjöf til að taka með þegar manni er boðið í matarboð um jólin.“ Hafði mömmu sér við hlið í þáttunum Líklega eru fáir eins þekktir hér á landi þegar kemur að bakstri og Linda. Hún segir baksturinn og matargerð einfaldlega alltaf hafa átt hug hennar og hjarta allt frá því hún var lítil. „Ég á sterkar minningar af mér sem barn að hjálpa ömmu minni að gera hádegismat en hún rak bóndabæ og var alltaf með minnst tíu manns í mat í hádeginu. Eins er ég alin upp af miklum ástríðukokki, henni mömmu minni, en það var alltaf heimatilbúin kvöldmáltíð öll kvöld í æsku sem alltaf brögðuðust dásamlega. Við bökuðum líka mikið saman þegar ég var yngri.“ Linda segir að þegar hún hafi verið orðin nógu gömul til þess að baka sjálf hafi það orðið aðaláhugamálið. Hún hafi ansi oft platað vini sína heim eftir skóla að baka, mömmu hennar til mismikillar ánægju. „Enda fannst mér ekki eins gaman að ganga frá í eldhúsinu,“ segir Linda hlæjandi. „Mamma á heiðurinn af nokkrum uppskriftum á síðunni minni og hefur hjálpað mér mikið við að verða betri uppskriftarhöfundur. Eins var hún mér við hlið þegar við vorum að taka upp þættina.“
Bíó og sjónvarp Matur Aðventan með Lindu Ben Jól Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp