Enski boltinn

Fyrr­verandi kærasta kærir leik­mann Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexis Mac Allister og Camila Mayan eftir úrslitaleik HM 2022 þar sem Argentína vann Frakkland eftir vítaspyrnukeppni.
Alexis Mac Allister og Camila Mayan eftir úrslitaleik HM 2022 þar sem Argentína vann Frakkland eftir vítaspyrnukeppni.

Alexis Mac Allister, leikmaður Liverpool og argentínska landsliðsins, hefur greint frá því að fyrrverandi kærasta hans hafi kært hann.

Skömmu eftir að Mac Allister varð heimsmeistari með Argentínu fyrir tveimur árum hætti hann með kærustu sinni, Camilu Mayan. Hún ákvað seinna að kæra hann og fara fram á bætur fyrir tímann sem hún bjó með honum erlendis. 

Mayan sakar Mac Allister einnig um að vera núverandi kærustu sinni, Ailén Cova, ótrúr og að hafa haldið hluta af eigum hennar eftir sambandsslitin.

„Það var ekkert samband lengur. Hún fór sína leið og ég fór mína. Hvað kæruna varðar er það hjá dómstólum, þar sem það á að vera og við bíðum,“ sagði Mac Allister.

„Þetta er eðlilegt í sambandi. Hún ákvað að gera það opinbert sem henni fannst eða trúði að hefði gerst en ég veit hvernig hlutirnir æxluðust og þess vegna er ég mjög rólegur,“ bætti Argentínumaðurinn við.

Lögmaður Mayans segir hins vegar að Mac Allister hafi ákveðið að gera deilu þeirra opinbera og eitt og hálft ár sé síðan málarekstur hófst.

Mayan er áhrifavaldur og er afar vinsæl á samfélagsmiðlum. Hún er til að mynda með 740 þúsund fylgjendur á Instagram og níu hundruð þúsund manns fylgjast með henni á TikTok.

Mac Allister og félagar hans í Liverpool eru með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×