Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2024 06:31 Heimamaðurinn Charles Leclerc, sem keyrir fyrir Ferrari, fagnaði sigri í Mónakókappakstrinum í ár. Getty/Bryn Lennon Formúla 1 er ekki á förum frá smáríkinu Mónakó. Nýr risasamningur er í höfn sem gleður margar formúluáhugamenn. Samkomulagið er nú klárt á milli Bifreiðaklúbbs Mónakó og toppliðanna í formúlu 1. Samningurinn var kynntur í gær. Mónakókappaksturinn hefur verið á dagskrá frá árinu 1950 og á hverju ári síðan 1955. Keppnin er mjög sérstök því hún fer fram á þröngum götum Mónakó. Kappar eins og Ayrton Senna, Michael Schumacher og Niki Lauda hafa fagnað þar sigri. Sagan er mikil og það er mikil hátíð þegar keppnin fer þar fram. Í ár var það heimamaðurinn Charles Leclerc, sem er fæddur í Mónakó, sem fagnaði tilfinningaríkum sigri. „Ég er ánægður með að formúla 1 verði áfram í Mónakó til ársins 2031,“ sagði Stefano Domenicali, forseti formúlu 1. Það voru einhverjar vangaveltur uppi um að Mónakó myndi detta alveg út af dagatalinu eða Mónakókappaksturinn myndi ekki fara fram á hverju ári. Af því verður ekki. Það fylgir keppninni vissulega mikill glamúr en um leið er hún oft ekki mjög spennandi þar sem að það er nánast ómögulegt að taka fram úr á þröngri brautinni. Mónakókappaksturinn á næsta ári mun fara fram 25. maí. BREAKING: Formula 1 to continue to race in Monaco after new multi-year deal#F1 pic.twitter.com/sfXyX4bAJZ— Formula 1 (@F1) November 14, 2024 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Samkomulagið er nú klárt á milli Bifreiðaklúbbs Mónakó og toppliðanna í formúlu 1. Samningurinn var kynntur í gær. Mónakókappaksturinn hefur verið á dagskrá frá árinu 1950 og á hverju ári síðan 1955. Keppnin er mjög sérstök því hún fer fram á þröngum götum Mónakó. Kappar eins og Ayrton Senna, Michael Schumacher og Niki Lauda hafa fagnað þar sigri. Sagan er mikil og það er mikil hátíð þegar keppnin fer þar fram. Í ár var það heimamaðurinn Charles Leclerc, sem er fæddur í Mónakó, sem fagnaði tilfinningaríkum sigri. „Ég er ánægður með að formúla 1 verði áfram í Mónakó til ársins 2031,“ sagði Stefano Domenicali, forseti formúlu 1. Það voru einhverjar vangaveltur uppi um að Mónakó myndi detta alveg út af dagatalinu eða Mónakókappaksturinn myndi ekki fara fram á hverju ári. Af því verður ekki. Það fylgir keppninni vissulega mikill glamúr en um leið er hún oft ekki mjög spennandi þar sem að það er nánast ómögulegt að taka fram úr á þröngri brautinni. Mónakókappaksturinn á næsta ári mun fara fram 25. maí. BREAKING: Formula 1 to continue to race in Monaco after new multi-year deal#F1 pic.twitter.com/sfXyX4bAJZ— Formula 1 (@F1) November 14, 2024
Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira