Enski boltinn

Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög af­slappaður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ruben Amorim mætti á Old Trafford á miðvikudaginn og það var bjart yfir kappanum.
Ruben Amorim mætti á Old Trafford á miðvikudaginn og það var bjart yfir kappanum. Getty/Ash Donelon

Potúgalinn Rúben Amorim hefur ekki miklar áhyggjur af pressunni sem fylgir því að taka við stórliði eins og Manchester United.

Amorim hefur enn ekki rætt við blaðamenn síðan að hann tók við liði United en hann fór í viðtal á MUTV sjónvarpsstöðinni.

Amorim er bara 39 ára gamall en hefur gert frábæra hluti með lið Sporting Lissabon undanfarin ár.

„Ég er mjög afslappaður. Kannski er það vegna þess að það er ekki leikdagur,“ sagði Amorim og bætti við:

„Þegar það er leikur hjá mínu liði þá er ég allt annar maður,“ sagði Amorim. Fyrsti leikurinn verður á móti Ipswich 24. nóvember næstkomandi.

„Ég finn ekki fyrir pressunni. Ég er mjög spenntur og frekar slakur yfir þessu,“ sagði Amorim.

„Ég lít á að sem svo að ég sé á þeim stað sem ég eigi að vera,“ sagði Amorim.

Það er þó ekki að hann sé að reyna að líta fram hjá þeirri staðreynd að Manchester United hefur ekki unnið ensku deildina í ellefu ár. Þegar hann tók við Sporting þá hafði félagið ekki unnið titilinn síðan 2002.

Hann tók við Sporting árið 2020 og hefur síðan unnið portúgölsku deildina tvisvar og liðið var á góðri leið með að vinna hana í þriðja sinn þegar hann hoppaði frá borði og tók við Manchester United.

Nú er búist við því að hann geti gert svipaða hluti á Old Trafford.

„Þú finnur fyrir sögunni. Ég er mjög stoltur af því að vera þjálfari Manchester United. Það er stórkostlegt og mikill heiður,“ sagði Amorim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×