Lífið

Eitt fal­legasta hús landsins til­búið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mögnuð eign á Snæfellsnesi.
Mögnuð eign á Snæfellsnesi.

Í fjögur ár hefur Gulli Byggir fylgst með lygilegum framkvæmdum á Snæfellsnesi.

Hjónin Frances McLeod og Guy McLeod ætluðu upphaflega að byggja lítið krúttlegt sumarhús en fljótlega fór þetta verkefni að vinda upp á sig og það ekkert smá. Hús þeirra stendur í dag rétt fyrir utan Stykkishólm og er útsýnið á svæðinu lygilegt og yfir Breiðafjörðinn. Húsið er 270 fermetrar að stærð og byggt á steyptum súlum og klætt að utan með timbri og áli.

Húsið var nokkuð flókið í framkvæmd eins og farið er yfir í þættinum en umfjöllun um húsið hefur verið í síðustu þáttaröðum en nú er loksins komið að því að sjá lokaútkomuna.

En það má með sanni segja að um sé að ræða eitt allra glæsilegasta hús landsins. Hjónin vildu reisa hús hér á landi og hófst leitin að byggingarsvæði árið 2016. Ákjósanlegt væri ef húsið yrði um tveimur klukkustundum frá Reykjavík og á afskekktum stað. Það er nokkuð ljóst að kostnaðurinn hleypur á mörg hundruð milljónum.

Guðmundur Jónsson arkitekt hannaði eignina og Gulli hitti hann í síðasta þætti eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.