Enski boltinn

Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bíla­stæðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roy Keane var alveg til í að hitta stuðningsmann Ipswich eftir vinnu og úti á bílastæði.
Roy Keane var alveg til í að hitta stuðningsmann Ipswich eftir vinnu og úti á bílastæði. Getty/ James Gill

Roy Keane verður ekkert skapminni með aldrinum og það sannaðist enn á ný í kringum útsendingu Sky Sports frá leik Ipswich Town og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Manchester United gerði þá 1-1 jafntefli við nýliðana í fyrsta leik sínum undir stjórn Rúben Amorim.

Daily Mail.

Stuðningsmaður Ipswich náði heldur betur að að kveikja í stuttum þræði Írans á Portman Road í gær.

Hann kallaði eitthvað í áttina að Keane og við það sauð á fyrrum fyrirliða United.

Keane fór frá útsendingaborðinu, gekk upp að stúkunni þar sem maðurinn var og ræddi málin við viðkomandi augliti til auglitis.

Sá hinn sami svaraði Keane fullum hálsi og benti á bílastæðið.

„Bíddu þá bara eftir mér á bílastæðinu. Þar skulum við ræða þetta,“ sagði Keane og ítrekaði þetta.

„Hittu mig bara á bílastæðinu. Ég mun bíða eftir þér á bílastæðinu,“ sagði öskureiður Keane. Öryggisvörður sá síðan til þess að Keane fór til baka í útsendinguna. Útsendingin var líka að byrja þar sem ætlunin var að gera upp leikinn.

Keane var knattspyrnustjóri Ipswich á árunum 2009 til 2011. Hann var hins vegar rekinn eftir 81 leik í starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×