„Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 07:02 Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, gat ekki leynt vonbrigðum sínum á hliðarlínunni. Getty/Richard Pelham Ruben Amorim, stjóri Man. Utd, var vissulega raunsær á framhaldið í viðtali eftir 1-1 jafntefli Manchester United á móti Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. United fékk draumabyrjun, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Amorim, með marki eftir aðeins 81 sekúndu en dagurinn endaði með ósannfærandi jafntefli á móti einu af neðstu liðum deildarinnar. Amorim hafði ekki langan tíma til að vinna með leikmönnum sínum en ákvað engu að síður að skipta yfir í 3-4-2-1 leikkerfið sitt. Hann segist ætla að halda í sín gildi á nýjum stað þrátt fyrir einhverja erfiðleika í byrjun. „Ég veit að þetta er pirrandi fyrir stuðningsmennina en við erum að breyta svo miklu á þessum tímapunkti og við förum í gegnum fullt af leikjum á sama tíma,“ sagði Ruben Amorim. „Við munum þurfa að þjást í langan tíma og við munum reyna að vinna leiki en þetta mun taka tíma,“ sagði Amorim. „Við verðum að vinna leiki en við hefðum tapað þessum leik ef ekki væri fyrir Onana í markinu. Við verðum að átta okkur á því að þessir strákar fengu bara tvo daga af æfingum til að takast á við svona miklar breytingar,“ sagði Amorim. „Það er mjög erfitt fyrir leikmennina að ráða við þetta allt saman. Ég tel að ég sé hingað kominn á miðju tímabili til að vinna okkur út úr þeim hlutum sem liðið var að gera áður,“ sagði Amorim. „Á næsta ári á sama tíma þá verðum við að glíma við sömu vandamál ef við byrjum ekki að laga þetta núna. Við tökum áhættu með þessu og við þjáumst aðeins en við verðum betri á næsta ári. Þetta snýst um að taka þessa áhættu,“ sagði Amorim. „Leikmennirnir eru að hugsa of mikið af því að við erum að breyta svo miklu á svo stuttum tíma. Það sem ég sá í dag var að leikmennirnir mínir voru að reyna. Þeir eru virkilega að reyna. Mér fannst þeir vera að reyna að gera það sem ég bað þá um,“ sagði Amorim. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
United fékk draumabyrjun, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Amorim, með marki eftir aðeins 81 sekúndu en dagurinn endaði með ósannfærandi jafntefli á móti einu af neðstu liðum deildarinnar. Amorim hafði ekki langan tíma til að vinna með leikmönnum sínum en ákvað engu að síður að skipta yfir í 3-4-2-1 leikkerfið sitt. Hann segist ætla að halda í sín gildi á nýjum stað þrátt fyrir einhverja erfiðleika í byrjun. „Ég veit að þetta er pirrandi fyrir stuðningsmennina en við erum að breyta svo miklu á þessum tímapunkti og við förum í gegnum fullt af leikjum á sama tíma,“ sagði Ruben Amorim. „Við munum þurfa að þjást í langan tíma og við munum reyna að vinna leiki en þetta mun taka tíma,“ sagði Amorim. „Við verðum að vinna leiki en við hefðum tapað þessum leik ef ekki væri fyrir Onana í markinu. Við verðum að átta okkur á því að þessir strákar fengu bara tvo daga af æfingum til að takast á við svona miklar breytingar,“ sagði Amorim. „Það er mjög erfitt fyrir leikmennina að ráða við þetta allt saman. Ég tel að ég sé hingað kominn á miðju tímabili til að vinna okkur út úr þeim hlutum sem liðið var að gera áður,“ sagði Amorim. „Á næsta ári á sama tíma þá verðum við að glíma við sömu vandamál ef við byrjum ekki að laga þetta núna. Við tökum áhættu með þessu og við þjáumst aðeins en við verðum betri á næsta ári. Þetta snýst um að taka þessa áhættu,“ sagði Amorim. „Leikmennirnir eru að hugsa of mikið af því að við erum að breyta svo miklu á svo stuttum tíma. Það sem ég sá í dag var að leikmennirnir mínir voru að reyna. Þeir eru virkilega að reyna. Mér fannst þeir vera að reyna að gera það sem ég bað þá um,“ sagði Amorim. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira